Fréttir


Orkuþing skóla

26.8.2004

Dagana 25. nóvember til 5. desember 2004 verður haldið orkuþing skóla. Þingið verður haldið í Perlunni og verður öllum opið.

Þema þingsins verður

Orka: Frá náttúru til neytanda


þar sem megináhersla verður lögð á ferli orkunnar frá því að hennar er aflað í náttúrunni þar til neytandi nútímasamfélagsin nýtir sér flæði hennar með fjölbreytilegum hætti.Að þinginu stendur starfshópur um eflingu náttúruvísinda í skólum, NORDLAB, ásamt Samorku, samtökum orkufyrirtækja og vatnsveitan og aðrir sem kjósa að taka þátt.

Nemendur sem taka þátt í þinginu munu vinna verkefni í haust og verður afraksturinn kynntur á þinginu, auk þess sem þar fara fram fyrirlestrar og málþing. Viðfangsefni verða m.a.: Orkuöflun, virkjanir, orkuflutningur, orkumyndir, orkudreifing, umhverfisáhrif orkuöflunar og dreifingar og þáttur orkunnar í daglegu lífi.

Nánari upplýsingar um þingið veitir Helga Tulinius,  fulltrúi Orkustofnunar í NORDLAB-hópnum.  Netfang Helgu: htul@os.is.