Fréttir


Ráðstefna um byggilega hnetti

30.6.2004

Ráðstefnan Bioastronomy 2004: Habitable Worlds verður haldin í Háskólabíói í Reykjavík12.-17. júlí en á þriðja hundrað vísindamenn frá um 30 löndum og af ýmsum fræðasviðum eru nú skráðir til þátttöku.

Á ráðstefnunni munu m.a.:

  • Stjarnfræðingar kynna nýjustu niðurstöður leitar að byggilegum hnöttum í nálægum sólkerfum (um 120 hnettir eru nú þekktir).
  • Líffræðingar ræða hvernig líf kviknar, þrífst og þróast við erfiðustu aðstæður hér á jörð, m.a. í hverum og jökulís, í niðamyrkri á hafsbotni og djúpt í jarðskorpunni.
  • Marsfræðingar segja nýjustu fréttir af niðurstöðum frá Marsvögnum NASA (Exploration Rovers), auk þess sem kynnt verða gögn frá ESA farinu Mars Express.

Fluttir verða um 90 fyrirlestrar og kynnt rúmlega 100 veggspjöld. Dagskráin er aðgengileg á heimasíðunni:  www.bioastronomy2004.os.is  og þar er unnt að skrá sig til þátttöku. Einnig má skrá sig á fundarstað milli kl. 8 og 9 að morgni. Þátttökugjald er kr. 28.000.

Að auki verða fluttir 3 yfirlitsfyrirlestrar sem opnir eru öllum almenningi.

Sjá nánar í auglýsingu um ráðstefnuna.