Fréttir


Norrænir orkumálastjórar funda á Íslandi

18.6.2004

Forstöðumenn systurstofnana Orkustofnunar á Norðurlöndum hafa undanfarin ár haft með sér samstarf og fundað einu sinni á ári. Dagana 15. og 16. júní var fundur þeirra haldinn í Skálholti í Biskupstungum.

Rætt var um orkumál landanna almennt, helstu áhersluatrið í orkumálum og vandkvæði varðandi skuldbindingar vegna losunar á CO2. Farið var að virkjunum á Þjórsársvæðinu og Sultartangavirkjun skoðuð og einnig hitaveitan á Flúðum.

Nánar má kynnast systurstofnun Orkustofnunar á Norðurlöndum á heimasíðum þeirra:

Noregur

Norges vassdrags- og energidirektorat (NVE )

Olje- og energidepartementet

Danmörk

Energistyrelsen

Svíþjóð

Energimyndigheten

Finnland

Motiva