Fréttir


Orkumálastjóri tók á móti Swedish Concrete Award, heiðursverðlaunum frá sænsku steinsteypusamtökunum fimmtudaginn 29. september

5.10.2011

Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri tók á móti Swedish Concrete Award, heiðursverðlaunum frá sænsku steinsteypusamtökunum á Grand Hotel í Stokkhólmi, fimmtudaginn 29. september

Verðlaunin voru veitt sem viðurkenning fyrir þau fræðistörf, sem hann hefur unnið og tengjast  byggingariðnaði. Okumálastjóri gegndi stöðu prófessors við Byggingartæknideild Konunglega Verkfræðiháskólans í Stokkhólmi  í sautján ár áður en hann hóf störf hjá Orkustofnun árið 2008. Rannsóknir, sem hann stjórnaði, hafa að mestu snúist um orkunýtingu í byggingum og hinu byggða umhverfi og þær vísindagreinar og ráðstefnugreinar sem hann hefur skrifað liggja flestar á því sviði. Í fyrstu beindust rannsóknirnar að hitajöfnun í byggingum og bættri einangrun en á seinni árum hafa þær í auknum mæli beinst að samspili húshitunar og mismunandi orkugjafa og þá sérstaklega að nýtingu lághitaorku til hitunar og kælingar húsnæðis.

 

Swedish-Concrete-Award-2011-GAJ

 Guðni A. Jóhannesson tekur við verðlaununum úr hendi formanns sænska steinsteypusambandsins, Richard McCarthy

Swedish-Concrete-Award-2011-raeda-GAJ

Guðni A. Jóhannesson heldur hátíðarræðuna á sænska steinsteypudeginum 2011.