Fréttir


Sérfræðingur við Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

23.9.2011

Orkustofnun óskar að ráða sérfræðing við Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.

Helstu verkefni:

Ritstjórn vefsíðu Jarðhitaskólans, samskipti við útgáfustjóra Háskóla Sþ í Tókýó varðandi ársskýrslur og upplýsingarit, undirbúningur námskeiða á Íslandi og í þróunarlöndunum, undirbúningur/útgáfa kennslugagna í tengslum við ráðstefnur og námskeið, svo og mótun alþjóðlegrar fjarkennslu Jarðhitaskólans. Sérfræðingurinn tekur þátt í kennslu nemenda eftir því sem bakgrunnur leyfir. 

Hæfniskröfur:

Meistarapróf í raunvísindum eða verkfræði og reynsla í rannsóknum eða vinnslu jarðhita. Sjálfstæði í vinnubrögðum og lipurð í samskiptum. Mjög góð enskukunnátta, ritfærni og tölvukunnátta. Áhugi á alþjóðasamstarfi.

Frekari upplýsingar um starfið:

Nánari upplýsingar veitir Ingvar Birgir Friðleifsson, forstöðumaður Jarðhitaskólans (ibf@os.is, eða í síma 569 6000).

Laun greiðast samkvæmt samningum fjármálaráðuneytis við viðkomandi stéttarfélag.  

Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf berist starfsmannastjóra Orkustofnunar, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík, netfang gd@os.is, eigi síðar en 11. október.

Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur starfað í Reykjavík frá 1979. Árlega koma 20-30  raunvísindamenn og verkfræðingar frá þróunarlöndunum til 6 mánaða sérhæfðs náms í jarðhitafræðum og um tíu eru í meistaranámi í samvinnu við Háskóla Íslands.  Auk þess heldur skólinn árleg námskeið í Afríku og Mið-Ameríku. Jarðhitaskólinn er rekinn sem sjálfstæð eining innan Orkustofnunar. Nánari upplýsingar um skólann eru á vefsíðu hans www.unugtp.is. Aðalstöðvar Háskóla Sameinuðu þjóðanna eru í Tókýó (www.unu.edu).

Orkumálastjóri