Fréttir


Orkustofnun veitir HS Orku hf. virkjunarleyfi vegna stækkunar Reykjanesvirkjunar

15.9.2011

Orkustofnun veitti þann 15. september 2011 HS Orku hf. leyfi vegna stækkunar Reykjanesvirkjunar úr 100 MWe í rafmagni í 160 - 180 MWe í rafmagni samkvæmt nánari skilyrðum í leyfinu.

Við undirbúning að útgáfu leyfisins var málsmeðferð hagað eftir ákvæðum raforkulaga nr. 65/2003 sem og ákvæðum reglugerðar um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005.

Umsókn HS Orku hf. um virkjunarleyfi var kynnt í Lögbirtingablaðinu, sbr. 3. mgr. 34. gr. raforkulaga og 3. mgr. 8. gr. áðurnefndrar reglugerðar um framkvæmd raforkulaga, með auglýsingu, dags. 30. október 2011. Þar gafst þeim aðilum sem málið varðar færi á því að kynna sér umsóknina og koma á framfæri sjónarmiðum sínum. Engar athugasemdir bárust.

Leyfið fellur úr gildi 10 árum eftir veitingu þess ef leyfishafi hefur þá ekki hafið framkvæmdir og 15 árum eftir veitingu þess ef virkjun er þá ekki komin í rekstur, sbr. 2. mgr. 4. gr. raforkulaga. Áður en að þessum tímamörkum kemur getur leyfishafi sótt um endurnýjun leyfis til Orkustofnunar. Að öðru leyti vísast almennt til meðfylgjandi fylgibréfs með leyfinu varðandi skilyrði þess og forsendur.

Leyfið

Fylgibréf með leyfi