Fréttir


Orkustofnun veitir TGS-NOPEC leyfi til leitar að kolvetni

9.9.2011

Orkustofnun veitti í dag norska félaginu TGS-NOPEC Geophysical Company ASA leyfi til leitar að kolvetni á norðanverðu Drekasvæði.

Leyfið er veitt á grundvelli ákvæða  kolvetnislaga nr. 13/2001, sem og reglugerðar nr. 38/2009 og reglna nr. 351/2009. Í samræmi við áðurnefnd lög var leitað umsagnar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, sem leitaði umsagnar Hafrannsóknarstofnunarinnar, og umhverfisráðuneytis, sem leitaði umsagnar Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Leyfið felur í sér heimild til að safna yfirborðssýnum af hafsbotni á svæðinu. Jafnframt er gefin heimild til að kanna fyrirhugaða sýnatökustaði með botnsjá.

Leyfið gildir frá deginum í dag til og með 8. september 2012.

Leitarleyfi veitir ekki einkarétt til rannsókna né heldur rétt til vinnslu á olíu eða gasi í kjölfar rannsókna. Orkustofnun fær afhent öll gögn sem safnað er samkvæmt leitarleyfinu til varðveislu og getur notað þau í þágu þekkingaröflunar íslenska ríkisins um auðlindir, en gætir jafnframt trúnaðar um þau gagnvart öðrum aðilum.

Leyfið (skjal á ensku).

Leiðrétting á leyfi dags. 14. september 2011.