Fréttir


Breytingar á löggjöf varðandi skattlagningu kolvetnisvinnslu og leyfisveitingar voru samþykktar á yfirstandandi þingi

9.9.2011

Eins og áður hefur komið opinberlega fram var í sumar ákveðið að fresta opnun á útboði sérleyfa á Drekasvæðinu til 3. október n.k. Ástæða þessara breytinga á dagsetningum var að ekki náðist að ljúka við lagabreytingar varðandi skattlagningu kolvetnisvinnslu og leyfisveitingar á vorþingi fyrir sumarhlé Alþingis, en um nauðsynlegar lagabreytingar er að ræða til að útboðið geti hafist.

Nú hafa framangreindar breytingar verið samþykktar á Alþingi. Orkustofnun fagnar þeim breytingum sem gerðar hafa verið á umræddum lagabálkum enda, eins og áður hefur komið fram, nauðsynlegur þáttur í að ýta yfirvofandi útboði á sérleyfum á Drekasvæðinu úr vör.