Fréttir


Umsókn til Orkustofnunar um leyfi til leitar og rannsókna á magnetíti í sandi á hafsbotni

9.9.2011

Þann 5. september sl. barst Orkustofnun umsókn, þar sem á grundvelli laga um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, nr. 73/1990, er sótt um leyfi til leitar og rannsókna á magnetíti í sandi á afmörkuðum svæðum á hafsbotni utan netlaga.

Þar sem um er að ræða nýjan vettvang í mögulegri nýtingu náttúruauðæva við Ísland, þykir rétt að vekja athygli á þessu, án þess að tilgreina viðkomandi aðila eða nánari atriði umsóknarinnar.

Orkustofnun sendi þann 7. september sl., umsóknina til umsagnar 19 aðila, þ.e. sjö ríkisstofnana, tíu sveitarfélaga og tveggja heilbrigðiseftirlita sveitarfélaga.