Norrænar orkurannsóknir (Nordisk Energiforskning, NEF) auglýsa eftir framkvæmdastjóra
Norrænar orkurannsóknir (NEF) er vettvangur fyrir samstarf í orkurannsóknum og stefnumótun á Norðurlöndunum, undir verndarvæng Norrænu ráðherranefndarinnar. Stofnunin er staðsett í Osló og eru starfsmenn 12.
Norðurlöndin hafa sett sér háleit markmið varðandi kolefnisútblástur. Sjóðir NEF eru ætlaðir til stuðnings við þessa stefnu með því að auka þekkingu á endurnýjanlegri orku og með því að stuðla að þróun nýrra og samkeppnishæfra lausna í orkumálum.
NEF er fjármagnað af Norðurlöndunum fimm og hefur stuðlað að samvinnu um orkurannsóknir sl. 30 ár. Þetta hefur styrkt rannsóknarsamfélagið og skapað möguleika á samstarfi í orkugeiranum.
Nánari upplýsingar fást á vef NEF – eða hjá Erlu Björk Þorgeirsdóttur, hjá Orkustofnun, í síma 569-6000.