Niðurgreiðslur á húshitun og dreifingu raforku í dreifbýli 2019
Raforka til húshitunar hefur verið niðurgreidd af opinberu fé frá árinu 1983. Orkustofnun er,
samkvæmt lögum nr. 78 frá 2002, falið að hafa umsjón með málaflokknum og skila árlega skýrslu
til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Þar á að koma fram ráðstöfun fjár samkvæmt lögum þessum á næstliðnu ári. Einnig skal leggja fram endurskoðaða áætlun greiðslna yfirstandandi árs og áætlun fyrir næstkomandi ár.
Greina skal sundurliðað hve
miklu fjármagni er varið til niðurgreiðslna húshitunarkostnaðar, stofnstyrkja
til hitaveitna og orkusparnaðaraðgerða. Þar er einnig að finna upplýsingar um
sérstakar aðgerðir með sama markmiði, þ.e. niðurgreiðslur á olíuhitun og vegna
heimarafstöðva, eingreiðslur vegna umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða
orkusparandi aðgerða, s.s. smávirkjanir, varmadælur og jarðhitaleit á köldum svæðum.
Skýrslan er gerð í nóvember 2019, áður en fjárlög ársins 2020 hafa verið
samþykkt af Alþingi. Áætlun ársins 2020 er því byggð á fjárlagafrumvarpi ársins
2020.
Skýrslu Orkustofnunar um niðurgreiðslur á húshitun og dreifingu raforku í dreifbýli vegna 2019 má sjá hér.