Fréttir


Leyfi Orkustofnunar á kortasjá

27.10.2020

Nú er hægt að skoða leyfi útgefin af Orkustofnun á kortasjá stofnunarinnar (www.map.is/os), bæði þau leyfi sem nú eru í gildi sem og útrunnin leyfi.

Aðgengi að leyfisgrunni Orkustofnunar hefur verið opið á heimasíðu stofnunarinnar (www.os.is) frá árinu 2019. Þar eru birt útgefin leyfi í tímaröð og einnig í gegnum leitarvalmynd í leyfisgagnagrunn (sjá nánar tengla hér fyrir neðan). Með þessari viðbót er hins vegar mun einfaldara að leita að leyfum eftir landsvæðum og sjá hvaða leyfi hafa verið veitt á tilgreindu svæði.

Orkustofnun fer með leyfisveitingarvald samkvæmt ákvæðum vatnalaga, nr. 15/1923, laga um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, nr. 73/1990, laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, nr. 57/1998, laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis nr. 13/2001, og raforkulaga, nr. 65/2003.

Áður fór iðnaðarráðherra með þetta hlutverk en leyfisveitingar voru færðar til stofnunarinnar með samþykkt laga nr. 131/2011 og 132/2011. Saga leyfisveitinga Orkustofnunar nær þó lengra aftur, en með ákvörðun iðnaðarráðherra hafði stofnuninni verið falið þetta hlutverk að nokkru leyti þegar árið 2008.

Sjá einnig:

Um kortasjár Orkustofnunar

Um leyfisveitingar Orkustofnunar

Leitarvalmynd í gagnagrunn um leyfi

Skrá yfir útgefin leyfi Orkustofnunar í tímaröð