Kynningarfundur um Uppbyggingarsjóð EES – tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki
Rannís, Íslandsstofa og Orkustofnun standa að kynningarfundi í Sjávarklasanum og rafrænt þriðjudaginn 8. mars nk. frá 13:00-14:00 um tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til þátttöku í verkefnum á vegum Uppbyggingarsjóðs EES
Sérstök áhersla verður
lögð á útboð á Grikklandi með áherslu á grænar
lausnir, bláa hagkerfið og upplýsingatækni. Sérstakur rafrænn kynningarfundur
með grískum, norskum og íslenskum aðilum vegna útboðsins fer fram á B2Match þann 10. mars. Einnig verður
kynnt fyrirtækjastefnumót um bláa hagkerfið í Evrópu sem fram
fer 10.-11. maí í Aþenu og verða ferðastyrkir í boði.
Sjá nánari upplýsingar á vefsíðu Rannís.