Fréttir


Komin er út skýrslan Endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi árið 2018

6.6.2019

Orkustofnun er falið það hlutverk að fylgja lögunum eftir, sjá til þess að endurnýjanlega eldsneytið uppfylli þær sjálfbærnikröfur sem til þess eru gerðar og ber jafnframt skyldu til að gefa út yfirlit um notkun endurnýjanlegs eldsneytis og er skýrsla þessi hluti þess yfirlits.

Rafbílavæðing hér á landi hefur heldur betur tekið við sér að undanförnum árum eins og sést á mynd 3 í bæklingnum, enda endurspeglast þetta vel í hraðri tækniþróun rafbíla og þekkingu neytandans á mikilvægi þess að nota endurnýjanlegan orkugjafa. Sem dæmi má nefna að í desember 2014 voru skráðir 370 hreinir rafbílar en á sama tíma árið 2018 voru skráðir 2900 rafbílar.

Metan hefur í þó nokkurn tíma verið notað sem orkugjafi á bíla hér á landi, en SORPA hóf metanframleiðslu árið 2000. Notkun á metani stendur nokkurn veginn í stað milli ára ef marka má mynd 3 og er framboðið mun meira en eftirspurn þrátt fyrir ótvíræðan kost þess. Bifreiðar sem ganga fyrir metani hafa hundraðfalt minni sótspor en bensínbílar og vegna niðurfellingar vörugjalda af metanbílum eru þeir ódýrari en bensínbílar af sömu gerð og tegund.

Skýrsluna má nálgast hér .