Fréttir


Kerfisáætlun Landsnets 2020-2029 - samráðsferli

22.12.2020

Orkustofnun barst þann 30. september 2020 Kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2020-2029 til formlegrar meðferðar.

Samkvæmt 2. mgr. 9. gr. b. raforkulaga nr. 65/2003 hefur Orkustofnun það hlutverk að fara yfir og samþykkja kerfisáætlun Landsnets með hliðsjón af markmiðum um öryggi, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar, hagkvæmni, gæði raforku og stefnu stjórnvalda um lagningu strengja.

Orkustofnun skal við yfirferð kerfisáætlunar hafa samráð við alla núverandi og væntanlega viðskiptavini flutningsfyrirtækisins sbr. 2. mgr. 8. gr. raforkulaga í opnu og gagnsæju samráðsferli.

Orkustofnun hafa borist athugasemdir frá þessum, núverandi og væntanlegum viðskiptavinum flutningsfyrirtækisins: Landsvirkjun, Norðurál, Orku Náttúrunnar, RARIK, Orkubúi Vestfjarða, HS Orku og EM Orku. Einnig bárust Orkustofnun umsögn Landsnets við athugasemdunum ásamt uppfærðri framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar. 

Umsögn flutningsfyrirtækisins var send viðskiptavinum og væntanlegum viðskiptavinum flutningsfyrirtækisins með tölvupósti þann 11.12.2020 og þeim gefið færi á að koma á framfæri athugasemdum fyrir 6. janúar 2021.


Kerfisáætlun Landsnets 2020-2029. Áætlun um framkvæmdaverk 2021-2023

     EM Orka ehf. - Athugasemdir við kerfisáætlun Landsnets 2020-2029

     HS Orka hf. - Umsögn um kerfisáætlun Landsnets 2020-2029

     Landsvirkjun - Umsögn um kerfisáætlun Landsnets 2020-2029

     Norðurál - Athugasemdir við kerfisáætlun Landsnets 2020-2029

     Orka náttúrunnar ohf. - Umsögn um kerfisáætlun Landsnets 2020-2029

     Orkubú Vestfjarða ohf. - Athugasemd við kerfisáætlun Landsnets 2020-2029

     RARIK - Athugasemdir við kerfisáætlun Landsnets 2020-2029

Viðbrögð Landsnets við umsögnum viðskiptavina um kerfisáætlun 2020-2029