Fréttir


Kæru Landverndar vegna Hvalárvirkjunar vísað frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

2.3.2018

Kæru Landverndar á ákvörðun Orkustofnunar um að framlengja rannsóknarleyfi vegna áætlunar um Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði vísað frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísaði frá, með úrskurði sínum, dags. 28. febrúar 2018, kæru Landverndar, landgræðslu- og umhverfissamtaka Íslands, á þeirri ákvörðun Orkustofnunar frá 31. janúar 2017, að framlengja rannsóknarleyfi vegna áætlunar um Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði í Árneshreppi á Ströndum. Féllst nefndin á þau lagarök Orkustofnunar að Landvernd ætti ekki lögvarðra hagsmuna að gæta í málinu og því bæri að vísa kærunni frá nefndinni.

Umhverfisverndarsamtök, með minnst 30 félaga, geta kært tilteknar ákvarðanir án þess að sýna fram á lögvarða hagsmuni þegar kæran samrýmist tilgangi samtakanna, til að gæta þeirra hagsmuna sem kæran lýtur að, m.a. ákvarðanir Skipulagsstofnunar um matsskyldar framkvæmdir. Rannsóknarleyfi Orkustofnunar, sem er almennt leyfi til tiltekinna rannsókna, felur ekki í sér slíkar heimildir til framkvæmda sem varða matsskyldu samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. Kæru Landverndar á ákvörðun Orkustofnunar um að framlengja rannsóknarleyfið var því vísað frá úrskurðarnefndinni.

Sjá má úrskurð nefndarinnar í heild hér .