Fréttir


Hleðslustöðvakort Orkustofnunar

7.7.2021

Orkustofnun hefur sett flestar hleðslustöðvar á landinu, sem opnar eru almenningi, inn á kortavefsjá sína

Þar má finna bæði hraðhleðslustöðvar og minni stöðvar á landinu sem ætti að nýtast ferðalöngum á rafbíl til að skipuleggja sínar ferðaáætlanir með tilliti til hleðslumöguleika á hverju svæði fyrir sig. 

Á kortinu má finna staðsetningar og aflgetu hleðslustöðva en auk þess má finna upplýsingar um rekstraraðila og lykilþjónustu t.d. hvort salernis eða veitingaaðstaða er á staðnum. 

Kortið er lifandi skjal sem uppfært verður og lagfært eftir því sem nýjar stöðvar rísa eða þjónustubreytingar verða á stöðvunum.   Ábendingar og leiðréttingar er hægt að senda á netfangið hledsla@os.is 

Kortasjá Orkustofnunar finnst á slóðinni :  https://map.is/os 


Valdís Sigurðardóttir kynnti kortið á Akureyri í gær. Hún hefur unnið að hnitsetningu stöðvanna í sumar í samvinnu við Sigurð Elías Hjaltason, Ragnar Ásmundsson og Lindu Georgsdóttur