Fréttir


Hagkvæmniflokkar virkjana í 4. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar

10.12.2019

Skilafrestur til að skila inn gögnum vegna 4. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar rennur út 1. mars 2020. 

Skilafrestur til að skila inn gögnum vegna 4. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar rennur út 1. mars 2020, en verkefnisstjórn vonast til að fá kosti til umfjöllunar í ársbyrjun 2020.

Orkustofnun bendir á að hluti af þeim upplýsingum, sem eru nauðsynlegar um virkjunarkosti, er flokkun þeirra í hagkvæmniflokka. Flokkunin skal vera með sambærilegum hætti og gert var vegna þriðja áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar og hefur stofnunin uppfært hagkvæmniflokkana.

Við uppfærslu á hagkvæmniflokkunum var miðað við hækkun vísitölu neysluverðs og eru hagkvæmniflokkarnir sem um er að ræða eftirfarandi:

Hagkvæmniflokkur virkjunar í 4. áfanga
Flokkur Verðlag nóvember 2019 [kr/(kWh/ári)]
1 Undir 38
2 38-46
3 46-55
4 55-73
5 73-91
6 91-109
7 Yfir 109  

Hægt er að kynna sér hvernig standa skal að skilum með því að skoða virkjanakosti þriðja áfanga.