Gagnaskil og númer - Virkjanakostir í fjórða áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar
Orkustofnun hefur í tvígang kallað eftir nýjum virkjunakostum vegna fjórða áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar (rammaáætlunar). Óskað er eftir að hugmyndum sé skilað fyrir 1.1.2020 og eigi síðar en 1.3.2020. Eftir þann tíma verður ekki hægt að taka við nýjum hugmyndum.
Excel-skjöl fyrir grunnupplýsingar um virkjanirnar hafa verið uppfærð og má finna þau á þessari vefslóð:
https://orkustofnun.is/raforka/rammaaaetlun/leidbeiningar-vegna-4-afanga-rammaaaetlunar/
Til að flýta fyrir afgreiðslu á innsendum virkjanakostum eru aðilar sem ætla að skila inn tillögum vinsamlegast beðnir um að senda stofnuninni lista yfir þá virkjunarkosti sem ætlunin er að skila.
Þetta er gert til að hægt sé að gefa virkjanakostunum einkvæm númer, í samræmi við leiðbeiningar sem lesa má um í excel-skjölunum á ofangreindri vefslóð.
Orkustofnun óskar eftir því að nöfn á virkjanakostum, sem ætlunin er að skila inn, verði komin til stofnunarinnar fyrir 1. desember nk.