Fréttir


Frestun – samstarfsfundi Uppbyggingarsjóðs EES í Póllandi frestað

12.3.2020

Samstarfsfundi Uppbyggingarsjóðs EES um endurnýjanlega orku, jarðvarma og vatnsafl, sem vera átti 25. mars í Varsjá,  er frestað um óákveðinn tíma vegna COVID-19

Nánari upplýsingar um nýja tímasetningu verða kynntar eins fljótt mögulegt er, en allt bendir til að það verði ekki fyrr en í haust.

Aðilar sem hyggja á samstarf um verkefni í Póllandi, bæði er varðar endurnýjanlega orku og umhverfis- og loftslagsmál, – eru hvattir til að hefja undirbúning í samstarfi við pólska aðila, með því að kynna sér fyrri fréttir og upplýsingar frá Orkustofnun og hafa beint samband við viðkomandi aðila. Einnig veitir Orkustofnun frekari upplýsingar sé þess óskað.

Fyrri upplýsingar um áætlunina má finna hér.