Fréttir


Endurskoðuð drög að borholureglum til umsagnar

30.1.2019

Orkustofnun hefur endurskoðað drög að reglum um borholur, sem lúta að skráningu, hönnun og frágangi borholna, sem og skil á upplýsingum til Orkustofnunar, í samræmi við umsagnir sem stofnuninni bárust í fyrsta umsagnarferli um reglurnar haustið 2018.

Fyrstu drög að borholureglum til umsagnar voru gefin út 5. júlí 2018 - sjá frétt hér .  Umsagnir bárust frá fjölmörgum aðilum og hefur verið tekið tillit til þeirra ábendinga sem þar komu fram eftir því sem við á.

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um drögin, sem nú eru til umsagnar, skal hafa samband við Maríu Guðmundsdóttur, sérfræðing í jarðhitanýtingu (maria.gudmundsdottir@os.is)

Umsagnir berist fyrir 1. mars 2019 á netfangið os@os.is  eða með skriflegum hætti til stofnunarinnar. 

Fylgiskjöl:

1-Borholureglur- 2. drög til umsagnar

2-Borholureglur-Leiðbeiningar-2. drög til umsagnar

3-Borholureglur-Eyðublað 1 - Tilkynning til OS um borun-2. drög til umsagnar

4-Borholureglur-Eyðublað 2 - Gagnaskil til OS um borun-2. drög til umsagnar

5-Borholureglur-Eyðublað 3 - Tilkynning til OS um varanlega lokun borholu-2. drög til umsagnar