Fréttir


Fréttir: mars 2022

Fyrirsagnalisti

22.3.2022 : Grunnvatn – hin falda auðlind

Í dag, 22. mars, halda Sameinuðu þjóðirnar upp á alþjóðlegan dag vatnsins þrítugasta árið í röð. Meginmarkmið dagsins er að hvetja alþjóðasamfélagið til að beina sjónum sínum að heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna nr. 6, þ.e. að tryggja hreint vatn og hreinlætisaðstöðu fyrir alla jarðarbúa fyrir árið 2030. Í ár beinist athyglin að grunnvatni, sem er aðalundirstaða drykkjarvatns á jörðinni auk þess sem það er notað í matvælaframleiðslu, iðnaði og uppbyggingu hreinlætisaðstöðu um heim allan.

Lesa meira

15.3.2022 : Viltu taka þátt í mótun orkuumhverfis á Íslandi?

Orkustofnun auglýsir ný störf sem munu gegna lykilhlutverki í mótun umgjarðar orkumála í takt við kröfur samtímans þar sem áhersla er lögð á orkuskipti, nýsköpun og loftslagsmál.

Lesa meira

7.3.2022 : Kynningarfundur um Uppbyggingarsjóð EES – tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki

Rannís, Íslandsstofa og Orkustofnun standa að kynningarfundi í Sjávarklasanum og rafrænt þriðjudaginn 8. mars nk. frá 13:00-14:00 um tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til þátttöku í verkefnum á vegum Uppbyggingarsjóðs EES

Lesa meira