Fréttir


Fréttir: 2021

Fyrirsagnalisti

15.11.2021 : Vilt þú hafa áhrif á framtíð orkumála ?

Orkustofnun auglýsir þrjú ný störf sem munu gegna lykilhlutverki í mótun umgjörðar orkumála í takt við kröfur samtímans þar sem áhersla er lögð á orkuskipti, nýsköpun og loftslagsmál.

Lesa meira

29.10.2021 : Vef-kynningarfundur um orku-, umhverfis- og loftslagsáætlun Króatíu verður á vegum Uppbyggingarsjóðs EEA, 5. nóvember, kl. 9:30-13.00

Markmið með fundinum er að tengja saman mögulega umsækjendur frá Lýðveldinu Króatíu og Noregi, Íslandi og Liechtenstein.

Lesa meira

15.10.2021 : Raforkuspá gefin út

Orkustofnun hefur gefið út endurreikning á raforkuspá frá 2020 út frá nýjum gögnum og uppfærðum forsendum. Spáin er unnin á vegum raforkuhóps orkuspárnefndar en í honum sitja nú auk fulltrúa Orkustofnunar, fulltrúar Landsnets, dreifiveitnanna og Samorku.

Lesa meira

28.9.2021 : Útboð verkefna á sviði orku- og loftslagsáætlunar Króatíu, á vegum Uppbyggingarsjóðs EES

Markmið áætlunarinnar er að minnka kolefnislosun og auka orkuöryggi í Króatíu með bættri tækni, sem er í samræmi við áherslur Uppbyggingasjóðs EES.

Lesa meira

22.9.2021 : Eldsneytisspá 2021-2060

Orkuspárnefnd Orkustofnunar hefur gefið út nýja eldsneytisspá fyrir tímabilið 2021-2060. Starfandi eru þrír vinnuhópar á vegum Orkuspárnefndar, og sér hver þeirra um undirbúning orkuspár á sínu sviði, þ.e. eldsneytisspár, jarðvarmaspár og raforkuspár. 

Lesa meira

17.9.2021 : Orkusjóður – úthlutun styrkja 2021 - skriðþungi orkuskipta eykst

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, samþykktu á dögunum tillögur stjórnar Orkusjóðs um verulega aukningu fjármagns til orkuskipta 2021. Samþykkt úthlutun úr sjóðnum er um 470 mkr., fjármögnuð sameiginlega af ANR og UAR ráðuneytum ásamt Orkusjóði.

Lesa meira

14.9.2021 : Orkustofnun eykur áherslu á loftslagsmál, orkuskipti og nýsköpun

Í samræmi við áherslur úr Orkustefnu fyrir Ísland til 2050, og aðgerðaráætlun Orkustefnu, hefur ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra staðfest nýtt skipurit fyrir Orkustofnun og áherslur stofnunarinnar.

Lesa meira

1.9.2021 : Kerfisáætlun 2021-2030

Raforkueftirliti Orkustofnunar (ROE) barst þann 31. ágúst 2021 kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2021-2030 til formlegrar meðferðar. Samkvæmt 2. mgr. 9. gr. b. raforkulaga nr. 65/2003 hefur Orkustofnun það hlutverk að fara yfir og samþykkja kerfisáætlun Landsnets með hliðsjón af markmiðum um öryggi, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar, hagkvæmni, gæði raforku og stefnu stjórnvalda um lagningu strengja. 

Lesa meira

7.7.2021 : Hleðslustöðvakort Orkustofnunar

Orkustofnun hefur sett flestar hleðslustöðvar á landinu, sem opnar eru almenningi, inn á kortavefsjá sína

Lesa meira

25.6.2021 : Norðurland – kortlagning smávirkjanakosta

Verkfræðistofan Vatnaskil hefur kortlagt fyrir Orkustofnun vænlega smávirkjanakosti í sveitarfélögum á Norðurlandi.

Lesa meira

22.6.2021 : Halla Hrund Logadóttir tók við lyklum Orkustofnunar og hitti starfsmenn

Nýskipaður orkumálastjóri,  Halla Hrund Logadóttir, tók við lyklum Orkustofnunar og hitti starfsmenn hennar í byrjun vikunnar. 

Lesa meira

4.6.2021 : Athyglisverð erindi á ársfundi Orkustofnunar

Ársfundur Orkustofnunar fór fram fimmtudaginn 29. apríl sl. og var einungis sendur út á vef stofnunarinnar. 

Lesa meira

3.6.2021 : Styrkir til fjölþjóðlegra verkefna á sviði endurnýjanlegrar orku og orkukerfa

GEOTHERMICA og JPP Smart Energy Systems auglýsa eftir umsóknum um styrki til verkefna í sameiginlegu kalli fyrir árið 2021 "Accelerating the Heating and Cooling Transition".

Lesa meira

20.5.2021 : Orkusjóður auglýsir styrki til orkuskipta 2021

Átak ríkisstjórnar, fjármagnað af ANR og UAR ráðuneytum ásamt Orkusjóði. Heildarfjárhæð til úthlutunar er 320 m.kr

Lesa meira

28.4.2021 : Orkustofnun afhendir frumrit Teikningasafns síns til Þjóðskjalasafns Íslands

Orkustofnun hefur afhent Þjóðskjalasafni Íslands frumrit Teikningasafns síns, alls um 45.000 teikningar sem unnar voru á vegum teiknistofu stofnunarinnar og forvera hennar á tímabilinu 1924-2001.

Lesa meira

19.4.2021 : Halla Hrund Logadóttir er nýr orkumálastjóri

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur skipað Höllu Hrund Logadóttur í embætti orkumálastjóra frá og með 19. júní 2021.

Lesa meira

6.4.2021 : Raforkueftirlit Orkustofnunar samþykkir kerfisáætlun Landsnets 2020-2029

Raforkueftirlit Orkustofnunar tók þann 26. mars 2021 ákvörðun um að samþykkja kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2020-2029. 

Lesa meira

26.3.2021 : Að bæta orkunýtingu í jarðhita með breyttri notkun neytenda

Í október 2020 hófst verkefni sem ber yfirskriftina ,,Að bæta orkunýtingu jarðhita með breyttri notkun neytenda". Verkefnið er styrkt af Íslandi, Lichtenstein og Noregi í gegnum Uppbyggingarsjóð EES á sviði byggðamála.


Lesa meira

15.3.2021 : Uppbyggingar- og þjálfunarverkefni í jarðhita á milli Íslands og Póllands, á vegum Uppbyggingarsjóðs EES, kynnt í Póllandi

Uppbyggingar- og þjálfunarverkefni í jarðhita var opnað formlega 9. febrúar 2021 í Póllandi. Það er eitt þriggja fyrirfram skilgreindra verkefna sem fjármögnuð eru af umhverfis-, orku- og loftslagsáætlun Póllands 2014-2021, sem fjármögnuð er af Uppbyggingarsjóði EES.   

Lesa meira

12.3.2021 : Útboð á vegum Norrænna orkurannsókna – „Vetni, rafeldsneyti, CCU og CCS í norrænu samhengi – núverandi aðstæður, framtíðarþarfir og möguleikar"

Tilgangur rannsóknarinnar sem boðin er út, er að kortleggja aðstæður, tækifæri og áskoranir fyrir vetni, rafeldsneyti, kolefnistökunýtingu (CCU) og kolefnistökugeymslu (CCS) á Norðurlöndunum

Lesa meira

25.2.2021 : Jarðboranir hf. afhenda Orkustofnun borskýrslusafn

Jarðboranir hf. hafa afhent Orkustofnun borskýrslusafn sitt til skráningar og varðveislu. Safnið er mikið að vöxtum, að stórum hluta innbundið í vandaðar möppur og nær efni þess aftur til upphafs borholuskráningar hér á landi á fyrri hluta síðustu aldar. Safnið skiptist í meginatriðum í tvennt, þ.e. frá upphafi til 1986 þegar Jarðboranir voru aðgreindar frá Orkustofnun og svo borskýrslur Jarðborana hf. fram til ársins 2005. 

Lesa meira