Fréttir


Fréttir: október 2020

Fyrirsagnalisti

27.10.2020 : Leyfi Orkustofnunar á kortasjá

Nú er hægt að skoða leyfi útgefin af Orkustofnun á kortasjá stofnunarinnar (www.map.is/os), bæði þau leyfi sem nú eru í gildi sem og útrunnin leyfi.

Lesa meira

23.10.2020 : Útboð verkefna á sviði jarðhita og vatnsaflsvirkjana á vegum Uppbyggingarsjóðs EES í Póllandi – hafa verið framlengd

Loftslags- og umhverfisráðuneyti Póllands ákveðið að framlengja fresti til að skila umsóknum er varða útboð verkefna í Póllandi, á sviði jarðhita og lítilla vatnsaflsvirkjana sem auglýst var 18. maí 2020 samkvæmt umhverfis-, orku- og loftslagsáætlun Uppbyggingarsjóðs EES. Frestunin er vegna óska væntanlegra umsækjenda sem rekja má til tafa sem Covid-19, hefur á undirbúningsvinnu. 

Lesa meira

21.10.2020 : Tilkynning Orkustofnunar um málsmeðferð innsendra hugmynda um vindorkukosti í 4. áfanga rammaáætlunar

Mikill fjöldi hugmynda um vindorkukosti bárust inn á borð Orkustofnunar í kjölfar auglýsingar stofnunarinnar um virkjunarkosti fyrir 4. áfanga rammaáætlunar. Í ljósi þess að áhugi framkvæmdaraðila á að leggja fram vindorkukosti hefur aukist mjög, og að teknu tilliti til hlutverks Orkustofnunar, skv. 2. gr. laga, nr. 68/2003, sér stofnunin nú tilefni til að skýra málsmeðferð sína á innsendum vindorkukostum fyrir 4. áfanga rammaáætlunar.

Lesa meira

20.10.2020 : Orkustofnun færir Landmælingum Íslands gamlar loftmyndafilmur

Orkustofnun hefur um árabil lagt mikla áherslu á skráningu og varðveislu eldri gagna sem orðið hafa til í starfsemi stofnunarinnar. Jafnframt hefur verið reynt að koma slíku efni fullfrágengnu og afrituðu til framtíðarvarðveislu hjá lykilsöfnum landsins um leið og Orkustofnun hefur opnað aðgengi að þessum gögnum á vef og í kortasjám stofnunarinnar. Dæmi um slíkt er efni Kortasafns og Teikningasafns OS.

Lesa meira

15.10.2020 : Kerfisáætlun 2020-2029

Orkustofnun barst þann 30. september 2020 kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2020-2029 til formlegrar meðferðar. Samkvæmt 2. mgr. 9. gr. b. raforkulaga nr. 65/2003 hefur Orkustofnun það hlutverk að fara yfir og samþykkja kerfisáætlun Landsnets með hliðsjón af markmiðum um öryggi, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar, hagkvæmni, gæði raforku og stefnu stjórnvalda um lagningu strengja.

Lesa meira