Fréttir


Fréttir: nóvember 2019

Fyrirsagnalisti

27.11.2019 : Árangursrík ráðstefna um samstarf á sviði jarðhita milli Íslands, Póllands og Rúmeníu, innan Uppbyggingarsjóðs EES

Hinn 23. október hélt Orkustofnun ráðstefnu um verkefni Uppbyggingarsjóðs EES er varða endurnýjanlega orku, hitaveitur, orkunýtingu, umhverfismál og loftslag í Póllandi og Rúmeníu. Ráðstefnan var skipulögð í samvinnu við utanríkisráðuneytið, umhverfisráðuneytið í Póllandi, Innovation Norway í Rúmeníu og Uppbyggingarsjóð EES. 

Lesa meira

12.11.2019 : Mikill áhugi á ráðstefnu um smávirkjanir sem Orkustofnun hélt 17. október 2019

Orkustofnun hélt fjölmenna ráðstefnu um smávirkjanir á Grand Hótel 17. október.  Á ráðstefnuna mættu um 270 manns og því til viðbótar fylgdust 220 með streymi frá fundinum og samtals fylgdust því tæplega 500 manns með fundinum.   

Lesa meira

11.11.2019 : Orkuskipti í samgöngum - hraðhleðslustöðvar

Orkusjóður hefur úthlutað styrkjum til uppsetningar á 150kw hraðhleðslustöðvum víðsvegar um land. 

Lesa meira