Fréttir


Fréttir: 2019

Fyrirsagnalisti

10.12.2019 : Hagkvæmniflokkar virkjana í 4. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar

Skilafrestur til að skila inn gögnum vegna 4. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar rennur út 1. mars 2020. 

Lesa meira

27.11.2019 : Árangursrík ráðstefna um samstarf á sviði jarðhita milli Íslands, Póllands og Rúmeníu, innan Uppbyggingarsjóðs EES

Hinn 23. október hélt Orkustofnun ráðstefnu um verkefni Uppbyggingarsjóðs EES er varða endurnýjanlega orku, hitaveitur, orkunýtingu, umhverfismál og loftslag í Póllandi og Rúmeníu. Ráðstefnan var skipulögð í samvinnu við utanríkisráðuneytið, umhverfisráðuneytið í Póllandi, Innovation Norway í Rúmeníu og Uppbyggingarsjóð EES. 

Lesa meira

12.11.2019 : Mikill áhugi á ráðstefnu um smávirkjanir sem Orkustofnun hélt 17. október 2019

Orkustofnun hélt fjölmenna ráðstefnu um smávirkjanir á Grand Hótel 17. október.  Á ráðstefnuna mættu um 270 manns og því til viðbótar fylgdust 220 með streymi frá fundinum og samtals fylgdust því tæplega 500 manns með fundinum.   

Lesa meira

11.11.2019 : Orkuskipti í samgöngum - hraðhleðslustöðvar

Orkusjóður hefur úthlutað styrkjum til uppsetningar á 150kw hraðhleðslustöðvum víðsvegar um land. 

Lesa meira

29.10.2019 : Orkustofnun gefur út borholureglur

Reglur þessar lúta að skráningu, hönnun og frágangi borholna, sem og skil á upplýsingum til Orkustofnunar. Tekið er tillit til umsagna sem stofnuninni bárust í tveimur umsagnarferlum um þær haustið 2018 og vorið 2019.

Lesa meira

24.10.2019 : Orkuskipti í samgöngum

Orkusjóður úthlutar styrkjum til uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við hótel- og gististaði

Lesa meira

24.10.2019 : Gagnaskil og númer - Virkjanakostir í fjórða áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar

Orkustofnun hefur í tvígang kallað eftir nýjum virkjunakostum vegna fjórða áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar (rammaáætlunar).  Óskað er eftir að hugmyndum sé skilað fyrir 1.1.2020 og eigi síðar en 1.3.2020.  Eftir þann tíma verður ekki hægt að taka við nýjum hugmyndum.

Lesa meira

4.10.2019 : Nýr forstöðumaður Jarðhitaskólans

Staða forstöðumanns Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna var auglýst laus til umsóknar 22. júlí síðastliðinn og umsóknarfrestur rann út þann 2. september.

Lesa meira

3.10.2019 : Orkustofnun kallar eftir nýjum virkjunarhugmyndum vegna fjórða áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar (rammaáætlunar) – óskað er eftir að hugmyndum sé skilað fyrir 1.1.2020 og eigi síðar en 1.3.2020

Í samræmi við 2. mgr. 9. gr. laga um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011, sem að jafnaði er kölluð rammaáætlun, skulu beiðnir um að verkefnisstjórn fjalli um virkjunarkosti sendar til Orkustofnunar. 

Lesa meira

5.9.2019 : Raforkuspá 2019-2050 er komin út

Í skýrslunni er fjallað um raforkunotkun fram til ársins 2050 og sviðsmyndir um raforkunotkun. Hún er unnin á vegum orkuspárnefndar og er endurreikningur á spá frá 2015 út frá nýjum gögnum og breyttum forsendum.  

Lesa meira

3.9.2019 : Kerfisáætlun 2019-2028

Orkustofnun barst þann 30. ágúst 2019 kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2019-2028 til formlegrar meðferðar. Samkvæmt 2. mgr. 9. gr. b. raforkulaga nr. 65/2003 hefur Orkustofnun það hlutverk að fara yfir og samþykkja kerfisáætlun Landsnets með hliðsjón af markmiðum um öryggi, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar, hagkvæmni, gæði raforku og stefnu stjórnvalda um lagningu strengja.

Lesa meira

21.8.2019 : Orkustofnun kallar eftir nýjum virkjunarhugmyndum vegna fjórða áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar (rammaáætlunar)

Í samræmi við 2. mgr. 9. gr. laga um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011, sem að jafnaði er kölluð rammaáætlun, skulu beiðnir um að verkefnisstjórn fjalli um virkjunarkosti sendar til Orkustofnunar. 

Lesa meira

15.8.2019 : Skýrslur um möguleika á smærri vatnsaflsvirkjunum

Út eru komnar sjö skýrslur um smávirkjanir í vatnsafli þar sem Orkustofnun hefur látið vinna úr gögnum um rennsli, smárra vatnsfalla víða um land.  

Lesa meira

14.8.2019 : Smávirkjanir í Noregi

Út er komin skýrsla um smávirkjanir í Noregi, en hún er afrakstur ferðar fulltrúa Orkustofnunar til Noregs sl. vor til að kynna sér hvernig þar hefur verið staðið að uppbyggingu á virkjunum í vatnsafli sem eru minni en 10 MW.

Lesa meira

13.8.2019 : Forstöðumaður Jarðhitaskólans

Orkustofnun auglýsir stöðu forstöðumanns Jarðhitaskólans (JHS) lausa til umsóknar.

Lesa meira

9.8.2019 : Orkustofnun auglýsir styrk vegna rannsókna á sviði smávirkjana

Orkustofnun hefur á þessu ári veitt einn styrk að upphæð 500.000 kr. vegna rannsókna eða námsverkefna til meistaraprófs (MSc.) á sviði smávirkjana til raforkuframleiðslu.  Ætlunin er að veita annan slíkan styrk á árinu og er markmið með styrkveitingunni að stuðla að aðgengilegu efni fyrir þá sem hyggjast nýta landgæði til framleiðslu raforku í byggðum landsins.

Lesa meira

6.6.2019 : Komin er út skýrslan Endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi árið 2018

Orkustofnun er falið það hlutverk að fylgja lögunum eftir, sjá til þess að endurnýjanlega eldsneytið uppfylli þær sjálfbærnikröfur sem til þess eru gerðar og ber jafnframt skyldu til að gefa út yfirlit um notkun endurnýjanlegs eldsneytis og er skýrsla þessi hluti þess yfirlits.

Lesa meira

4.6.2019 : Orkusjóður auglýsir styrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla

Tilkynnt var í dag um ráðstöfun 450 milljóna króna vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019-2020 en samkvæmt fjármálaáætlun er áætlað að verja 1,5 milljarði króna til orkuskipta á fimm ára tímabili.

Lesa meira
Þátttakendur frá Íslandi á fundinum

31.5.2019 : Mikill áhugi á auknu samstarfi á milli Búlgaríu og Íslands á sviði endurnýjanlegrar orku og orkunýtni

Unnið er að undirbúningi fyrir nýja áætlun Uppbyggingarsjóðs EES 2014–2021 í Búlgaríu, á sviði endurnýjanlegrar orku s.s. jarðhita, vatnsafls og orkunýtni.

Lesa meira

3.5.2019 : Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi undirritar samstarfssamning við LaGeo í El Salvador

Fimmtudaginn 2. maí var undirrituð viljayfirlýsing milli Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og jarðhitafyrirtækisins LaGeo í El Salvador um áframhaldandi samstarf á sviði jarðhitaþjálfunar og uppbyggingar jarðhitaþekkingar í Rómönsku Ameríku.

Lesa meira

2.5.2019 : Niðurgreiðslur á húshitun og dreifingu raforku í dreifbýli 2018

Árleg skýrsla til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra er komin út. Lesa meira

11.4.2019 : Raforkunotkun ársins 2018

Um helmingur af aukinni raforkuvinnslu fór til gagnavera

Lesa meira

29.3.2019 : Ákvarðanir Raforkueftirlits Orkustofnunar á vefnum

Ákveðið hefur verið að birta ákvarðanir Orkustofnunar um kvartanir og tekjumörk á heimasíðu stofnunarinnar. Lesa meira

8.3.2019 : Verkefni á sviði endurnýjanlegrar orku í Rúmeníu

Skilafrestur á tilboðum í verkefni er varða jarðvarma, á sviði endurnýjanlegrar orku í Rúmeníu á vegum Uppbyggingarsjóðs EEA hefur verið framlengdur frá 14. mars til 7. maí 2019. 

Lesa meira

8.2.2019 : Skýrsla um Smávirkjanaverkefni Orkustofnunar

Í henni er farið yfir helstu áherslur ársins 2018 í smávirkjanaverkefni sem hefur það að markmiði að stuðla að aukinni raforkuframleiðslu á landsbyggðinni. 

Lesa meira

30.1.2019 : Endurskoðuð drög að borholureglum til umsagnar

Orkustofnun hefur endurskoðað drög að reglum um borholur, sem lúta að skráningu, hönnun og frágangi borholna, sem og skil á upplýsingum til Orkustofnunar, í samræmi við umsagnir sem stofnuninni bárust í fyrsta umsagnarferli um reglurnar haustið 2018.

Lesa meira

29.1.2019 : Framhaldsskóli Austur Skaftafellssýslu Evrópumeistari í olíuleit

Annað árið í röð sigraði íslenskt lið í alþjóðlegri keppni framhaldsskóla þar sem hermt er eftir raunverulegum verkefnum sem olíuleitarfyrirtæki þurfa að leysa við sín störf.

Lesa meira

25.1.2019 : Sviðsmyndir um raforkunotkun 2018 - 2050

Raforkuhópur Orkuspárnefndar hefur í annað sinn tekið saman sviðsmyndir um raforkunotkun sem er viðbót við árlega spá nefndarinnar.

Lesa meira

22.1.2019 : Orkustofnun samþykkir kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2018 - 2027

Orkustofnun tók þann 18.1.2019 ákvörðun um að samþykkja kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2018-2027. Með breytingu á raforkulögum á árinu 2015 fékk Orkustofnun nýtt hlutverk sem felst í eftirliti með uppbyggingu flutningskerfisins í gegnum kerfisáætlun Landsnets.

Lesa meira

18.1.2019 : Orkustofnun úthlutar styrkjum vegna rannsókna á sviði smávirkjana

Orkustofnun mun á þessu ári veita tvo styrki allt að 500.000 kr. vegna rannsókna eða námsverkefna til meistaraprófs (MSc.) á sviði smávirkjana til raforkuframleiðslu.  Markmið með styrkveitingunni er að stuðla að aðgengilegu efni fyrir þá sem hyggjast nýta landgæði til framleiðslu raforku í byggðum landsins.

Lesa meira

17.1.2019 : Umsögn Orkustofnunar vegna áforma um friðlýsingu Reykjatorfunnar við Hveragerði

Orkustofnun fagnar því að áformum sé lýst áður en formlegt ferli friðlýsingar er hafið. Af því tilefni hefur stofnunin skilað Umhverfisstofnun umsögn.

Lesa meira