Fréttir


Fréttir

Fyrirsagnalisti

19.3.2018 : Orkusjóður auglýsir sérstaka styrki 2018

Umsóknarfrestur til 18. apríl 2018 Lesa meira

7.3.2018 : Leyfi Eykon Energy ehf. til olíuleitar og vinnslu nr. 2014/01 á Drekasvæðinu hefur verið afturkallað.

Fyrir liggur að CNOOC Iceland ehf. og Petoro Iceland AS hafa dregið sig út úr leyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Að mati Orkustofnunar uppfyllir Eykon Energy ehf. ekki skilyrði kolvetnislaga, hvorki um tæknilegra né fjárhagslega getu til að takast eitt á við kröfur og skilmála leyfisins eða að vera rekstraraðili þess.

Lesa meira

2.3.2018 : Kæru Landverndar vegna Hvalárvirkjunar vísað frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Kæru Landverndar á ákvörðun Orkustofnunar um að framlengja rannsóknarleyfi vegna áætlunar um Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði vísað frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Lesa meira

29.1.2018 : 120 milljarða jarðhitaverkefni í Evrópu

Aukið samstarf og fjármagn á sviði rannsókna innan EES / ESB

Lesa meira

22.1.2018 : CNOOC Iceland ehf. og Petoro Iceland AS gefa eftir sérleyfi til rannsókna og vinnslu á kolvetni á Drekasvæðinu milli Íslands og Jan Mayen. 

Þann 22. janúar 2014 veitti Orkustofnun dótturfélagi kínverska ríkisolíufélagsins, CNOOC Iceland ehf, (60%), Eykon Energy ehf. (15%) og norska ríkisolíufélaginu Petoro Iceland AS, útibú á Íslandi (25%) tólf ára sérleyfi til rannsókna og vinnslu á kolvetni á Drekasvæðinu milli Íslands og Jan Mayen, samkvæmt öðru olíuleitarútboði Íslenska ríkisins, sem lauk þann 2. apríl 2012. 

Lesa meira

18.1.2018 : Smávirkjanir - stöðuskýrsla fyrir árið 2017

Í desember 2016 kynnti Orkustofnun fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hugmynd að smávirkjanaverkefni sem hefði það að markmiði að stuðla að aukinni raforkuframleiðslu á landsbyggðinni. Hugmynd að verkefninu er til komin vegna alvarlegrar stöðu í raforkuöryggismálum landsins. 

Lesa meira