Fréttir


Fréttir: ágúst 2017

Fyrirsagnalisti

15.8.2017 : Leyfi til tilraunatöku á möl og sandi af hafsbotni í Fossfirði við Arnarfjörð 

Orkustofnun veitti þann 14. ágúst sl. fyrirtækinu Björgun ehf. í Reykjavík, leyfi til ársloka til tilraunatöku á möl og sandi af hafsbotni, þ.e. á svæði út af mynni Fossár í botni Fossfjarðar við Arnarfjörð. Leyfið tekur til tilraunatöku með sanddæluskipi á allt að 300 rúmmetrum af möl og sandi, þ.e. til töku sex sýna, allt að 50 rúmmetrum hvert sýni.

Lesa meira

14.8.2017 : Mikill áhugi í Evrópu á Geothermica verkefninu

Mikill áhugi virðist vera á GEOTHERMICA jarðhitaverkefninu, þar sem borist hafa 35 umsóknir frá 11 löndum,  en umsóknarfrestur rann út 10. júlí sl. GEOTHERMICA er samstarfsverkefni Evrópusambandsins og 16 stjórnsýslu- og rannsóknarmiðstöðva í 13 löndum Evrópu og stýrir Orkustofnun verkefninu, en RANNÍS er einnig aðili að verkefninu hér á landi.   

Lesa meira