Fréttir


Fréttir: 2017

Fyrirsagnalisti

28.12.2017 : Sviðsmyndir um raforkunotkun 2017 – 2050

Notkun sviðsmynda hefur aukist á undanförnum árum og er markmið þeirra að ná utan um þætti sem erfitt er að spá fyrir um og mikil óvissa ríkir um.

Lesa meira

22.12.2017 : Hjólajól á Orkustofnun

Orkustofnun hefur keypt rafhjól fyrir starfsmenn stofnunarinnar sem nýtist til styttri ferða að vetrarlagi sem sumri.

Lesa meira

21.12.2017 : Orkumálastjóri undirritar samning við deilibílaþjónustu

Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri og Árni Sigurjónsson verkefnastjóri Zipcar á Íslandi undirrituðu samning um aðgang að deilibílum. Lesa meira

19.12.2017 : Gjörbreytt samgöngustefna Orkustofnunar í takt við nýja tíma

Orkustofnun teflir fram nýrri samgöngustefnu með ríka áherslu á vistvænan ferðamáta og orkuskipti í samgöngum

Lesa meira

14.12.2017 : Niðurgreiðslur á húshitunarkostnaði   

 Skýrsla til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Lesa meira

11.12.2017 : Gangsetning Pico Alto jarðvarmavirkjunar á Terceira, Azoreyjunum

Eflir endurnýjanlega orku, orkuöryggi og loftslagsmál

Lesa meira

8.12.2017 : Mikil gróska í líforkumálum á Akureyri

Mikil gróska er á Akureyri á sviði umhverfisvænnar orku, í átt að kolefnishlutleysi og spennandi tímar á sviði orkuskipta framundan.

Lesa meira

10.11.2017 : Hvað skiptir mestu máli á sviði orkumála í heiminum árið 2017?

Kynningarfundur um hvaða atriði eru mest áríðandi á sviði orkumála árið 2017 skv. skýrslu Alþjóða orkumálaráðsins, World Energy Issue Monitor.

Lesa meira

29.9.2017 : Orkusjóður auglýsir fjárfestingastyrki til eflingar innlendrar eldsneytisframleiðslu

Hlutverk Orkusjóðs er að stuðla að hagkvæmri nýtingu orkulinda landsins með styrkjum eða lánum, einkum til aðgerða er miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis

Lesa meira

28.9.2017 : Orkustofnun tekur við formennsku í vettvangi eftirlitsaðila endurnýjanlegs eldsneytis í Evrópu

Um er að ræða óformlegan vettvang sem kallast REFUREC (e. Renewable Fuels Regulators Club) og tók Orkustofnun við formennskunni til næstu tveggja ára á fundi sem haldinn var í Reykjavík um miðjan september sl.

Lesa meira

8.9.2017 : Orkustofnun synjar kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2016 - 2025  

Orkustofnun tók í dag ákvörðun um að synja kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2016-2025. Með breytingu á raforkulögum á árinu 2015 fékk Orkustofnun nýtt hlutverk sem felst í eftirliti með uppbyggingu flutningskerfisins í gegnum kerfisáætlun Landsnets.

Lesa meira

15.8.2017 : Leyfi til tilraunatöku á möl og sandi af hafsbotni í Fossfirði við Arnarfjörð 

Orkustofnun veitti þann 14. ágúst sl. fyrirtækinu Björgun ehf. í Reykjavík, leyfi til ársloka til tilraunatöku á möl og sandi af hafsbotni, þ.e. á svæði út af mynni Fossár í botni Fossfjarðar við Arnarfjörð. Leyfið tekur til tilraunatöku með sanddæluskipi á allt að 300 rúmmetrum af möl og sandi, þ.e. til töku sex sýna, allt að 50 rúmmetrum hvert sýni.

Lesa meira

14.8.2017 : Mikill áhugi í Evrópu á Geothermica verkefninu

Mikill áhugi virðist vera á GEOTHERMICA jarðhitaverkefninu, þar sem borist hafa 35 umsóknir frá 11 löndum,  en umsóknarfrestur rann út 10. júlí sl. GEOTHERMICA er samstarfsverkefni Evrópusambandsins og 16 stjórnsýslu- og rannsóknarmiðstöðva í 13 löndum Evrópu og stýrir Orkustofnun verkefninu, en RANNÍS er einnig aðili að verkefninu hér á landi.   

Lesa meira

21.7.2017 : Raforkuspá 2017 – 2050 - Endurreikningur á spá frá 2015 út frá nýjum gögnum og breyttum forsendum

Í skýrslunni er fjallað um raforkunotkun fram til ársins 2050. Hún er unnin á vegum Orkuspárnefndar og er endurreikningur á spá frá 2015 út frá nýjum gögnum og breyttum forsendum.

Lesa meira

20.7.2017 : Orkustofnun sektar Orku náttúrunnar, vegna ólögmætar og saknæmrar háttsemi við tæmingu á lóni um botnloku á stíflu Andakílsárvirkjunar

Orkustofnun hefur í dag ákveðið að sekta Orku náttúrunnar ohf., ON, um eina milljón króna vegna ólögmætar og saknæmrar háttsemi við tæmingu á lóni um botnloku á stíflu Andakílsárvirkjunar dagana 15. til 19. maí sl. 

Lesa meira

17.7.2017 : Leyfi til leitar og rannsókna á málmum í Öxnadal, Hörgárdal og víðar á Tröllaskaga

Orkustofnun veitti þann 14. júlí sl. málmleitarfyrirtækinu Iceland Resources ehf. í Reykjanesbæ, leyfi til fimm ára til leitar og rannsókna á málum í Öxnadal, Hörgárdal og víðar á Tröllaskaga. Leyfið tekur til leitar og rannsókna á málmum, með sérstaka áherslu á gull og kopar, á um 1013 ferkílómetra svæði. 

Lesa meira

7.7.2017 : Skýrsla um upprunaábyrgðir raforku í íslensku samhengi

Árið 2016 lét atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gera úttekt á kerfi upprunaábyrgða með raforku á Íslandi, en því kerfi var komið á fót í Evrópusambandinu og innleitt hér með lögum nr. 30/2008 um upprunaábyrgð á raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum.

Lesa meira

7.7.2017 : Samstarf á milli Bandaríkjanna og Íslands á sviði alþjóðlegrar þróunar jarðhita 

Þann 16. júní sl. var undirritað samkomulag um samstarf á sviði alþjóðlegrar þróunar jarðhita, á milli Orkustofnunar og Orkudeildar bandaríska utanríkisráðuneytisins the U.S. Department of State: Bureau of Energy Resources (ENR). 

Lesa meira

30.6.2017 : Landsnet gerir breytingar á kerfisáætlun 2016-2025

Orkustofnun vinnur nú að því að fara yfir kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2016-2025 en stofnunin fékk áætlunina til meðferðar í lok mars 2017.

Lesa meira

19.6.2017 : Rekstraraðilar vatnsaflsvirkjana skulu tilkynna Orkustofnun um aurskolun

Orkustofnun hefur að gefnu tilefni sent öllum rekstraraðilum vatnsaflsvirkjana erindi, þar sem þeim er bent á að á grundvelli 2. mgr. 80 gr. og 144. gr. vatnalaga nr. 15/1923 skal tilkynna stofnuninni um fyrirhugaða aurskolun og eða tæmingu á lónum.

24.5.2017 : Orkustofnun krefur ON um úrbætur vegna umhverfisslyssins i Andakílsá

Orkustofnun kallar eftir andmælum Orku náttúrunnar vegna meint brots á ákvæðum vatnalaga og umhverfisskaða í Andakílsá af hennar völdum, við tæmingu inntakslóns Andakílsárvirkjunar 

Lesa meira

15.5.2017 : Orkusjóður auglýsir sérstaka styrki 2017

Um er að ræða styrki til verkefna sem stuðli að samdrætti í olíunotkun til húshitunar

eða rafmagnsframleiðslu utan veitna.

Lesa meira

11.5.2017 : FRÉTTATILKYNNING

Úttektir á eignastofni á vegum Orkustofnunar árið 2016

Lesa meira

10.5.2017 : Umsagnir viðskiptavina Landsnets vegna kerfisáætlunar og athugasemdir Orkustofnunar

Orkustofnun vinnur nú að því að fara yfir kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2016-2025 en stofnunin fékk áætlunina til meðferðar í lok mars 2017.

Lesa meira

21.4.2017 : Er jarðhitanýting á hafsbotni möguleg til raforkuframleiðslu?

Orkustofnun hefur þann 19. apríl sl. veitt North Tech Energy ehf.,  leyfi til leitar og rannsókna á jarðhita tveimur rannsóknarsvæðum á hafsbotni annars vegar við Reykjaneshrygg og hins vegar fyrir Norðurlandi.

Lesa meira

22.3.2017 : Kerfisáætlun Landsnets 2016-2025

Viðskiptavinum er boðið að koma á framfæri umsögnum til Orkustofnunar vegna kerfisáætlunar

Lesa meira

13.3.2017 : Raforkunotkun ársins 2016 - minnkun raforkunotkunar

Raforkuhópur Orkuspárnefndar hefur sent frá sér fréttatilkynningu um raforkunotkun ársins 2016. Árið 2016 nam raforkuvinnsla á landinu samtals 18.547 GWh og minnkaði um 1,3% frá fyrra ári. Notkun fædd frá flutningskerfinu (stórnotkun) nam 14.287 GWh á árinu 2016 og minnkaði um 0,5% frá fyrra ári. Almenn notkun (forgangs- og skerðanleg orka) minnkaði um 4,2% og nam 3.901 GWh. Töp við flutning orkunnar frá virkjunum til almenningsveitna og stórnotenda voru 358 GWh og minnkuðu um 3,1%. 

Lesa meira

15.2.2017 : Möguleikar smájarðvarmavirkjana á Íslandi

Fram kom á málstofu Orkustofnunar, í tilefni 50 ára afmælis stofnunarinnar, að raforkuflutningskerfið er komið að þolmörkum og að á næsta ári er mögulegt að orkuöryggi sé ekki tryggt. Staðan er einfaldlega sú að eftirspurn eftir raforku er umfram framboð. Til greina kemur að leita að staðbundnum lausnum og kanna hvaða smærri virkjanakostir koma til greina bæði í vatnsafli og jarðvarma.

Lesa meira

2.2.2017 : Fjallað um orkumál á fundi Orkustofnunar og Davor Ivo Stier, utanríkis- og Evrópumálaráðherra Króatíu

Í tilefni af heimsókn Davor Ivo Stier, utanríkis- og evrópumálaráðherra Króatíu, til Íslands kynnti Orkustofnun fyrir ráðherranum stöðu samstarfsverkefnis milli Orkustofnunar og systurstofnunar í Króatíu, EIHP (Energy Institute Hrvoje Pozar). Einnig var komið inn á aðkomu stofnunarinnar að öðrum erlendum verkefnum fjármögnuðum af Uppbyggingarsjóði EES. 

Lesa meira

4.1.2017 : Ithaca, Kolvetni og Petoro gefa eftir sérleyfi á Drekasvæðinu

Orkustofnun hefur í dag staðfest ósk rekstraraðilans Ithaca Petroleum ehf. um eftirgjöf á sérleyfi þeirra, nr. 2013/02, og samstarfsaðila, Kolvetnis ehf. og Petoro Iceland ehf, sem gefið var út 4. janúar 2013.

Lesa meira