Fréttir


Fréttir: júlí 2016

Fyrirsagnalisti

27.7.2016 : Rýni á drögum skýrslu verndar- og orkunýtingaráætlunar

Það er mat Orkustofnunar að drög að skýrslu verkefnisstjórnar séu ekki fullnægjandi og setji ráðuneyti og Alþingi í erfiða stöðu við framhald verksins. Greiningarvinna er ófullnægjandi, matið byggir á of þröngu sjónarhorni, skortur er á samræmi í einkunnagjöf milli áfanga og niðurstöður flokkunar eru ekki nægilega rökstuddar.
Lesa meira

26.7.2016 : Þremur kærum vísað frá

Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hefur vísar þremur kærum vegna málsmeðferðar Orkustofnunar frá nefndinni. Lesa meira

15.7.2016 : Eldsneytisspá 2016 - 2050 

Í þessari skýrslu er fjallað um áætlaða eldsneytissölu á Íslandi fram til ársins 2050 og er bæði sýnd notkunin hér innanlands og í flutningum á milli landa. Þrír orkugjafar eru notaðir í þessum tilgangi og er hlutur olíunnar langstærstur en mun minna er notað af kolum og gasi hérlendis. Þar að auki er áætluð sú notkun jarðefnaeldsneytis sem mun á næstu áratugum færast yfir á nýja orkugjafa.  Lesa meira

14.7.2016 : Skammtímaleyfi veitt til vatnaveitinga úr Skaftá út á Eldhraun

Orkustofnun hefur í dag veitt bændum og hagsmunaaðilum í Landbroti og Meðallandi tvö leyfi til vatnaveitinga úr Skaftá út á Eldhraun. Annars vegar skammtímaleyfi til 15. ágúst n.k. til vatnsveitu úr Skaftá í Árkvíslar í landi Ár, með því að rjúfa varnargarð að hluta til að bregðast við bráðavanda sem stafar af lægstu grunnvatnsstöðu í Eldhrauni og hins vegar leyfi til eins ár til að veita vatni á sama stað við útfall Árkvíslar í þeim tilgangi að færa rennsli Árkvíslar í sama horf og var fyrir hlaup í Skaftá haustið 2015.

Lesa meira

7.7.2016 : Út er komin skýrsla Orkustofnunar um starfsemi raforkueftirlits rekstrarárið 2015

Í skýrslunni er gerð grein fyrir starfsemi raforkueftirlitsins, sem lýtur að eftirlitsþáttum með raforkufyrirtækjum vegna áranna 2013 til og með 2015. Auk þess er gerð grein fyrir áætlunum fyrir árin 2016 og 2017.  Lesa meira

6.7.2016 : Jarðhiti í Austur-Evrópu

Fjölbreytt jarðhitaverkefni Íslands og Uppbyggingarsjóðs EES í Austur-Evrópu

Lesa meira

5.7.2016 : Leyfi til nýtingar á jarðhita í landi Lýsuhóls og Lýsudals í Staðarsveit. 

Orkustofnun hefur gefið út eyfi til nýtingar á jarðhita til handa sveitarfélaginu og landeigendum, í landi Lýsuhóls og Lýsudals í Staðarsveit.  Lesa meira