Fréttir


Fréttir: apríl 2016

Fyrirsagnalisti

26.4.2016 : Kerfisáætlun Landsnets 2015-2024 samþykkt

Orkustofnun hefur samþykkt kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2015-2024. 

Lesa meira

26.4.2016 : Ísland framarlega í nýtingu endurnýjanlegrar orku til hitunar húsa

Ísland er með mikla sérstöðu að flestu leyti sé horft til annarra landa í heiminum, á sviði endurnýjanlegrar orku. Á Íslandi er hlutfall endurnýjanlegrar orku í kringum 95% sé litið til starfsemi hitaveitna í landinu á meðan t.d. nágrannalöndin Danmörk og Noregur eru með um 45% og 75%. Að sama skapi nýtur rúmlega 92% af íslensku þjóðinni góðs af hitaveitu samanborið við einungis 1,3% íbúa í Noregi. Það land sem stendur hvað næst Íslandi við að koma hitaveitu til íbúa þess, svo vitað sé, er Hvíta-Rússland en þar nær hitaveita til 70% íbúa landsins
Lesa meira

20.4.2016 : Orkustofnun gerir athugasemdir við drög verkefnisstjórnar þriðja áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar

Orkustofnun hefur kynnt sér Drög að lokaskýrslu verkefnisstjórnar sem gefin var út af verkefnisstjórn þriðja áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar þann 31. mars 2016, hér eftir nefnd drögin. Vinna verkefnisstjórnar og niðurstaðan í skýrslunni grundvallast á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun) nr. 48 frá 2011.

Lesa meira

13.4.2016 : Ársfundur Orkustofnunar 2016 

Ársfundur Orkustofnunar var haldinn föstudaginn 1. apríl sl. Boðið var upp á dagskrá þar sem var m.a. erlendur fyrirlesari og fjölbreytt innlend erindi. Góð mæting var á fundinn eða um 130 manns. 

Lesa meira

6.4.2016 : Rannsóknarleyfi vegna Skötufjarðarvirkjunar

Orkustofnun veitti í gær, þann 5. apríl, VesturVerki ehf.  leyfi til rannsókna vegna áætlana um Skötufjarðarvirkjun, þ.e. virkjun fallvatns á vatnasviði Hundsár og Hestár við Ísafjarðardjúp í Súðavíkurhreppi til raforkuvinnslu. Leyfið ásamt fylgibréfi má sjá hér.