Fréttir


Fréttir: mars 2016

Fyrirsagnalisti

17.3.2016 : Raforkuhópur orkuspárnefndar hefur gefið út nýja spá um raforkunotkun hér á landi sem nær frá 2015 til 2050

Raforkuhópur orkuspárnefndar hefur gefið út nýja spá um raforkunotkun hér á landi sem nær frá 2015 til 2050, en síðasta spá var gefin út árið 2010, að henni standa Landsnet, Orkustofnun, Norðurorka, Veitur, Rarik og Samorka. 

Lesa meira

17.3.2016 : Orkustofnun gefur út rannsóknarleyfi vegna virkjunakosts við Hágöngur og  vegna áætlana um Dimmugljúfursvirkjun

Orkustofnun hefur lokið málsmeðferð sinni um rannsóknarleyfi til handa Landsvirkjun, á jarðhita, grunnvatni og efnisnámum við Hágöngur á Holtamannaafrétti og veitt Arctic Hydro ehf. rannsóknarleyfi vegna áætlana um Dimmugljúfursvirkjun á vatnasviði Hafralónsár í Svalbarðshreppi og Langanesbyggð. Lesa meira

8.3.2016 : Jarðhiti nemur 68% af frumorkunotkun Íslands og 2.680 milljarðar króna hafa sparast með því að nýta jarðhita til húshitunar

Orkustofnun hefur gefið út tölur yfir frumorkunotkun og varmanotkun jarðhita á Íslandi fyrir árið 2014. Frumorkunotkun jarðhita nam 172,7 PJ og varmanotkun með jarðhita var 27,1 PJ. Einnig eru gefnar út tölur sem meta efnahagslegan ávinning Íslands af nýtingu jarðhita í stað olíu frá 1914 til 2014. Ávinningurinn árið 2014 var 89 milljarðar og uppsafnaður, núvirtur sparnaður frá 1914-2014 er metinn um 2.680 milljarðar króna.

Lesa meira

7.3.2016 : Viðbrögð Landsnets við umsögnum og athugasemdum Orkustofnunar og viðskiptavina Landsnets vegna kerfisáætlunar

Orkustofnun vinnur nú að því að fara yfir kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2015-2024 en stofnunin fékk áætlunina til meðferðar í nóvember 2015. 

Lesa meira