Fréttir


Fréttir: október 2015

Fyrirsagnalisti

30.10.2015 : Héraðsdómur staðfestir málsmeðferð Orkustofnunar vegna Suðurnesjalínu 2

Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þann 21. október sl. var leyfisveiting Orkustofnunar fyrir Suðurnesjalínu 2 staðfest af dómnum. Um er að ræða 220 kV háspennulínu sem Landsnet hyggst reka, til að byrja með á 132 kV spennu, milli Hamraness og Rauðamels.

Lesa meira

21.10.2015 : Orkustofnun leiðréttir fréttir um útgáfu leyfis til gullleitar í Vopnafirði

Orkustofnun hefur ekki gefið út leyfi til leitar að gulli og kopar í Vopnafirði, en er með umsókn til málsmeðferðar. Lesa meira

21.10.2015 : Orkustofnun veitir leyfi til töku malar og sands af hafsbotni í Reyðarfirði

Orkustofnun veitir Hafnarsjóði Fjarðabyggðar leyfi til töku malar og sands af hafsbotni út af leirum í botni Reyðarfjarðar vegna stækkunar (2. áfanga) Mjóeyrarhafnar í Reyðarfirði. Lesa meira

13.10.2015 : Fyrsta styrkveiting Kolvetnisrannsóknasjóðs

Orkustofnun hefur gengið frá fyrstu styrkveitingu úr Kolvetnisrannsóknasjóði sem er mennta- og rannsóknasjóður á sviði kolvetnisstarfsemi á Íslandi.

Lesa meira

13.10.2015 : Verkfall félagsmanna SFR

Yfirvofandi er verkfall félagsmanna í SFR – Stéttarfélagi í almannaþjónustu næstkomandi fimmtudag 15. október til og með 20. október.

Lesa meira

12.10.2015 : Fyrirlestrar nemenda Jarðhitaskólans

Árlegir fyrirlestrar nemenda Jarðhitaskólans verða haldnir þriðjudaginn 13. október í Víðgelmi, fyrirlestrarsal Orkugarðs. Fyrirlestrarnir hefjast kl. 09:00. Allir velkomnir.
Lesa meira

5.10.2015 : Ferðastyrkur á vegum EES sjóðsins til Rúmeníu á orkuráðstefnu

Á vegum Rondine orkuáætlunarinnar, sem styrkt er af Uppbyggingarsjóði EES (EEA Grants), er nú hægt að fá ferðastyrk til Rúmeníu á RenExpo orkuráðstefnuna, sem haldin verður í Búkarest þann 18.-20. nóvember, til að styrkja tvíhliða tengsl landanna sérstaklega á sviði vatnsafls og jarðhita.

Lesa meira