Fréttir


Fréttir: september 2015

Fyrirsagnalisti

25.9.2015 : Umfjöllun Fréttablaðsins um kærumál gegn Íslandi vegna innleiðingar raforkutilskipunar

Í dag birtist frétt í Fréttablaðinu á blaðsíðu 10 þar sem fram kemur að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi komist að þeirri niðurstöðu þann 23. september sl. í kærumáli gegn Íslandi að Ísland hafi brotið gegn raforkutilskipun frá árinu 2003. Samkvæmt fréttinni fólst brot Íslands meðal annars í því að Orkustofnun hafi ekki gert grein fyrir lögbundnu raforkueftirliti sínu í ársskýrslum stofnunarinnar. 

Lesa meira

22.9.2015 : Orkustofnun vinnur til verðlauna

Orkustofnun kynnti Ísland sem frumkvöðul á sviði endurnýjanlegrar orku á ráðstefnunni SET PLAN í Lúxemborg dagana 21-22. september. Staða Íslands í orkumálum vakti athygli en veggspjald stofnunarinnar var kosið besta veggspjald ráðstefnunnar árið 2015. 

Lesa meira

18.9.2015 : Orkusjóður veitir styrki til 11 verkefna

Í ár bárust Orkusjóði 34 umsóknir um samtals að upphæð 92,9 mkr. og voru í þeim hópi mörg áhugaverð verkefni en umsóknarfrestur rann út þann 6. mars síðastliðinn. 

Lesa meira

10.9.2015 : Virkjunarleyfi vegna stækkunar Búrfellsvirkjunar

Orkustofnun hefur í dag, þann 10. september, veitt Landsvirkjun virkjunarleyfi til stækkunar Búrfellsvirkjunar um 100 MW en uppsett afl í virkjuninni er 270 MW. Lesa meira