Fréttir


Fréttir: júní 2015

Fyrirsagnalisti

19.6.2015 : Orkustofnun lokar í dag kl. 12:00 í tilefni 100 ára afmælis kosningarréttar kvenna

Í tilefni 100 ára afmælis kosningarréttar kvenna verður lokað hjá Orkustofnun frá hádegi í dag. Starfsmenn eru hvattir til að taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni dagsins.

11.6.2015 : Vistvænt eldsneyti í samgöngum

Með tilkomu laga um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum sem sett voru árið 2014 hefur hlutur endurnýjanlegs eldsneytis á Íslandi aukist úr 0,2% í 2,4% þetta kemur fram í bæklingi sem Orkustofnun hefur gefið út um endurnýjanlegt eldsneyti.

Lesa meira

8.6.2015 : Fyrirlestur um eldsneytissparnað fyrir skip

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Norsepower, í Finnlandi sem hannað hefur lausn til eldsneytissparnaðar fyrir skip mun fjalla um búnaðinn þann 11. júní næstkomandi. Lesa meira

8.6.2015 : Orkustofnun veitir leyfi til rannsókna á hafsbotni vegna sæstrengs

Orkustofnun hefur veitt fyrirtækinu Atlantic Superconnection Corporation leyfi til rannsókna á hafsbotninum suðaustur af landinu vegna mögulegrar lagningar sæstrengs milli Íslands og Bretlands.

Lesa meira

2.6.2015 : Orkustofnun tekur saman upplýsingar um sölu upprunaábyrgða

Íslensk fyrirtæki sem framleiða rafmagn geta selt upprunaábyrgðir til evrópskra fyrirtækja og hafa gert það frá árinu 2011. Orkustofnun hefur það hlutverk að reikna út endanlega raforkusölu á Íslandi eftir orkugjöfum. Lesa meira