Fréttir


Fréttir: maí 2015

Fyrirsagnalisti

27.5.2015 : Samfélag í þróun

Málþing um þjónustumiðstöð norðurslóða verður haldið þann 2. júní í Tónlistarmiðstöð Austurlands - Eskifirði.  Þar mun Þórarinn Sveinn Arnarsson sérfræðingur hjá Orkustofnun fjalla um stöðu olíuleitar á Drekasvæðinu og stefnumótun við málefni norðurslóða. Lesa meira

20.5.2015 : Fyrirlestrar nemenda Jarðhitaskólans

Nemendur jarðhitaskólans halda fyrirlestra um stöðu jarðhitamála í þeirra heimalöndum föstudaginn 22. maí klukkan 9:00 í fyrirlestrarsal Orkugarðs. Nemendur jarðhitaskólans koma frá ýmsum heimshornum og starfa flestir hjá orkufyrirtækjum í heimalöndunum.

Lesa meira

19.5.2015 : Ný stjórn Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Ný stjórn yfir Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna var sett í dag. Í stjórninni eru Dr. Jakob Rhyner, aðstoðarrektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna í Evrópu, Dr. Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri, María Erla Marelsdóttir frá Utanríkisráðuneytinu og Lúðvík S. Georgsson forstöðumaður Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Lesa meira

8.5.2015 : Samstarfssamningur á sviði orkumála

Guðni A Jóhannesson, orkumálastjóri undirritaði í dag samkomulag á milli Orkustofnunar á Íslandi og State Agency on Energy Efficiency and Energy Saving of Ukraine (SAEE). Forstjóri SAEE, Serhiy Savchuk staðfesti samkomulagið fyrir nokkrum dögum í Kænugarði, Úkraínu.

Lesa meira