Fréttir


Fréttir: mars 2015

Fyrirsagnalisti

30.3.2015 : Eru áhrif smávirkjana á lífríki ferskvatnsfiska vandamál?

Gildandi regluverk fullnægjandi, að mati Orkustofnunar, til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif smávirkjana á ferskvatnsfiska og lífríki þeirra Lesa meira

27.3.2015 : Ný námslína í verkefnastjórnun og fjármálum við Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að bjóða upp á nýja námslínu í sex mánaða þjálfuninni þar sem áherslan er lögð á verkefnastjórnun og fjármál jarðhitaverkefna. Lesa meira

27.3.2015 : Velkomin á ársfund Orkustofnunar 2015

Föstudaginn 10. apríl, kl 14-17:00 sem verður í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands.

Dagskrá og skráning hér

Lesa meira

23.3.2015 : Niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar

Í samræmi við lög um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar og fjárlög fyrir 2015 hefur iðnaðar- og viðskiptaráðherra ákveðið fjárhæð niðurgreiðslna.

Lesa meira

18.3.2015 : Orkustofnun heldur norrænt málþing um málmleit á landi og hafsbotni

Orkustofnun heldur þriðja NordMin málþingið í ráðstefnusal Nauthóls í Reykjavík 23.–24. mars nk. Yfirskrift málþingsins er On- and Offshore Exploration and Prospecting in Extreme Nordic Environments: Challenges and Benefits of Finding Exploitable Raw Materials. Á málþinginu verður fjallað um málmleit á landi og hafsbotni á Norðurlöndunum.

Lesa meira

13.3.2015 : Leiðrétting á fjölda virkjunarkosta og vindorkukostir frá Landsvirkjun

Þann 6. mars sl. var fullyrt að nær 80 virkjunarkostir væru fullunnir og skal það nú leiðrétt í kjölfar ábendingar. Endanlegur listi yfir alla virkjunarkosti telur 81 virkjunarkost. Virkjunarkostir í vatnsafli eru 48 og virkjunarkostir í jarðvarma eru 33 í þriðja áfanga rammaáætlunar. Lesa meira

11.3.2015 : Ísland heiðursland á stærstu árlegu jarðhitaráðstefnu og -sýningu Þýskalands 

Þann 4. – 5. mars sl. var Ísland heiðursland á stærstu árlegu jarðhitasýningu í Þýskalandi sem haldin var í Offenburg.  Af því tilefni var Orkustofnun með sérstakan sýningarbás á ráðstefnunni og flutti Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri eitt af opnunarerindum ráðstefnunnar, auk þess sem hann átti viðtöl við fjölmiðla. Lesa meira

9.3.2015 : Raforkuframleiðsla ársins 2014

Árið 2014 var heildarraforkuframleiðsla á Íslandi 18.120 GWh. Þetta er álíka mikil framleiðsla og árið 2013 (18.116 GWh) en um 3,3% meira en árið 2012 (17.549 GWh).

Lesa meira

6.3.2015 : Orkuskipti í samgöngum eru ótvírætt framfaraskref

Árið 2011 var samþykkt á Alþingi stefnumótun varðandi aukinn hlut endurnýjanlegra orkugjafa þar sem m.a. er kveðið á um að árið 2020 skuli hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum vera 10%. 

Lesa meira

6.3.2015 : Endanlegur listi yfir virkjunarkosti í rammaáætlun

Endanlegur listi yfir 80 virkjunarkosti hefur nú verið lagður fyrir verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar, þar af eru 48 í vatnsafli en 32 í jarðvarma. Einn virkjunarkostur hefur verið dreginn til baka (Ölfusdalur) og einn leiðréttur (Norðlingaalda).

Lesa meira