Fréttir


Fréttir: janúar 2015

Fyrirsagnalisti

29.1.2015 : Árangur borana á háhitasvæðum

Næsta miðvikudag mun Björn Már Sveinbjörnsson fjalla um verkefnið “Árangur borana á háhitasvæðum” (Success of High Temperature Geothermal Wells in Iceland). Erindið verður haldið í Orkugarði þann 4. febrúar klukkan 12:00.
Lesa meira

29.1.2015 : Orkustofnun dregur til baka þrjá virkjunarkosti

Í kjölfar ábendingar frá Hjörleifi Finnssyni þjóðgarðsverði Vatnajökulsþjóðgarðs í hádegisfréttum á samtengdum rásum ríkisútvarpsins þann 22. janúar síðast liðinn, hefur Orkustofnun ákveðið að draga til baka þrjá virkjunarkosti sem lagðir hafa verið fyrir verkefnisstjórn þriðja áfanga rammaáætlunar. Ábending Hjörleifs varðaði aðrennslisskurð Arnardalsvirkjunar sem fer inn fyrir mörk þjóðgarðsins. Lesa meira

26.1.2015 : Orkusjóður auglýsir rannsóknarstyrki 2015

Við úthlutun styrkja 2015 verður meðal annars sérstök áhersla lögð á hagkvæma orkunýtingu og orkusparnað, innlenda orkugjafa, vistvænt eldsneyti og sparnað jarðefnaeldsneytis.  Umsóknarfrestur er til 6. mars 2015. Lesa meira

22.1.2015 : Í tilefni umfjöllunar um virkjunarkosti í þriðja áfanga rammaáætlunar

Nú er í fyrsta sinn unnið samkvæmt gildandi lögum (48/2011) og reglugerð (530/2014)  að gerð rammaáætlunar. Telja verður eðlilegt út frá sjónarmiðum stjórnsýslulaga að allir virkjunarkostir fái almenna umfjöllun á grundvelli nýs fyrirkomulags og njóti jafnræðis í meðferð Orkustofnunar og verkefnisstjórnar þriðja áfanga rammaáætlunar. Lesa meira

20.1.2015 : Fréttatilkynning vegna áfangaskila Orkustofnunar til verkefnisstjórnar þriðja áfanga rammaáætlunar

Orkustofnun hefur sent til verkefnisstjórnar þriðja áfanga rammaáætlunar drög að skilgreiningu á 50 virkjunarkostum af þeim 88 sem væntanlega verða lagðir fyrir verkefnisstjórn. Lesa meira