Fréttir


Fréttir: nóvember 2014

Fyrirsagnalisti

27.11.2014 : Engin leyfi eru í gildi vegna áveituframkvæmda úr Skaftá út á Eldhraun

Hluti af því svæði sem verður fyrir áveituvatni er á náttúruminjaskrá. Áveituvatnið hefur að sögn Landgræðslunnar valdið gríðarlegri gróðureyðingu í Eldhrauni sem er einstök náttúruperla.

Lesa meira

25.11.2014 : Námskeið fyrir þá sem vilja virkja bæjarlækinn

Nýsköpunarmiðstöð í samstarfi við Orkusetur Orkustofnunar stendur fyrir námskeiðinu Orkubóndinn 2 sem haldið verður í Nýheimum, Höfn í Hornafirði, föstudaginn 28. nóvember frá klukkan 11-16:00. Lesa meira

20.11.2014 : Aukið fjármagn til niðurgreiðslna

Tillaga iðnaðar- og viðskiptaráðherra þess efnis að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að á fjárlögum fyrir árið 2015 verði 91,5 m.kr. bætt við niðurgreiðslur til húshitunar til að bregðast við fyrirhuguðum hækkunum á kostnaði við rafhitun húsnæðis í þéttbýli var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í síðustu viku.

Lesa meira

14.11.2014 : Orkustofnun kallar eftir gögnum frá orkufyrirtækjum

Orkustofnun hefur kallað eftir stöðluðum upplýsingum frá orkufyrirtækjum um tilhögun virkjunarkosta, sem þau gerðu tillögur um til meðferðar í 3. áfanga rammaáætlunar. Fyrirtækin hafa frest til áramóta til að svara.

Lesa meira

14.11.2014 : Jarðhitaskólinn heldur námskeið í Kenía

Jarðhitaskólinn heldur stutt námskeið um jarðhitaleit í Kenía nánar tiltekið við Bogoria vatn og Naivasha vatn. Námskeiðið byrjaði þann 2. nóvember og því lýkur með athöfn þann 23 nóvember.

Lesa meira

13.11.2014 : Hvernig metum við hið ómetanlega?

Ráðstefna um auðlindir og nýtingu þeirra verður haldin á Hólum í Hjaltadal 3. -5. desember. Kristinn Einarsson ráðgjafi hjá Orkustofnun mun flytja erindi um auðlindir og ábyrgð.

Lesa meira