Fréttir


Fréttir: janúar 2014

Fyrirsagnalisti

29.1.2014 : Orkustofnun veitir nýtingarleyfi á sjóblönduðu grunnvatni í Grindavíkurbæ

Orkustofnun veitti í dag IceAq ehf. nýtingarleyfi á allt að 2000 l/s af sjóblönduðu vatni úr borholum við fyrirhugaða fiskeldisstöð félagsins. Stöðin er staðsett á iðnaðarsvæði í landi Húsatófta, Grindavíkurbæ.

Lesa meira

23.1.2014 : Vefur OS tilnefndur til Íslensku Vefverðlaunanna í flokki opinberra vefja

Sjö manna dómnefnd skipuð sérfræðingum í vefmálum hefur unnið úr þeim rétt um 150 verkefnum sem tilnefnd voru til Íslensku Vefverðlaunanna að þessu sinni. Lesa meira

22.1.2014 : Orkustofnun veitir þriðja sérleyfið á Drekasvæðinu

Orkumálastjóri, Guðni A. Jóhannesson hefur í dag, að viðstöddum þeim Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Marit Lillealtern, fulltrúa sendiráðs Noregs og Ma Jisheng, sendiherra Alþýðulýðveldisins Kína, gefið út þriðja sérleyfið fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíu og gass) á Drekasvæðinu.

Lesa meira

21.1.2014 : Tillögur orkufyrirtækja um virkjunarkosti í þriðja áfanga Rammaáætlunar

Fyrir liggja tillögur til Orkustofnunar frá orkufyrirtækjum um að 41 virkjunarkostur úr öðrum áfanga Rammaáætlunar verði lagður fyrir verkefnisstjórn til meðferðar í þriðja áfanga. Auk þess eru gerðar tillögur um einn nýjan virkjunarkost í vatnsorku og tvo í vindorku. Lesa meira

17.1.2014 : Orkustofnun gefur út leyfi vegna olíuleitar á Drekasvæðinu næsta miðvikudag

Leyfishafar eru fyrirtækin CNOOC Iceland, Eykon Energy og Petoro Iceland. Með þessari þriðju leyfisveitingu Orkustofnunar er úthlutun leyfa lokið samkvæmt öðru útboði sérleyfa á Drekasvæðinu en umsóknarfrestur var til 2. apríl 2012

Lesa meira

13.1.2014 : Tillögur um frekari styrkingu raforkukerfisins á Vestfjörðum

Í Skýrslu starfshóps um afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum voru kynntar tillögur um frekari styrkingu raforkukerfisins á Vestfjörðum og gefið yfirlit um þær aðgerðir sem hópurinn vinnur að. Lesa meira

10.1.2014 : Orkustofnun hefur ráðið í störf sérfræðinga við raforkueftirlit sem auglýst voru í lok nóvember

Silja Rán Sigurðardóttir er ráðin í starf sérfræðings í hagfræði raforkumála og Magnús Júlíusson er ráðinn í starf sérfræðings í verkfræði raforkumála. Lesa meira

8.1.2014 : Öll útgáfa Orkustofnunar frá upphafi aðgengileg í Gegni

Nú er skönnun allra rita sem hafa orðið til hjá Orkustofnun og forverum hennar lokið. Um er að ræða allar skýrslur, greinargerðir, tímaritið Orkumál frá 1959 og fleiri útgáfur allt frá árinu 1947 sem nú eru leitarhæf og aðgengileg rafræn í Gegni. Þar með er gerð möguleg mun fjölbreyttari notkun, dreifing og margvísleg miðlun efnis Orkustofnunar á vefjum og vefsjám.

Lesa meira