Fréttir


Fréttir: desember 2013

Fyrirsagnalisti

20.12.2013 : Orkustofnun veitir Landsvirkjun leyfi til breytingar á vatnsfarvegi

Orkustofnun hefur í dag veitt Landsvirkjun leyfi til breytingar á vatnsfarvegi Lagarfljóts og Jöklu við ós Héraðsflóa í Fljótsdalshéraði

 

Lesa meira

19.12.2013 : Jólaerindi Orkumálastjóra

Orkumálastjóri, Guðni A. Jóhannesson, hélt árlegt jólaerindi sitt í dag þar sem orkumál heimsins var umfjöllunarefnið. Fór hann yfir helstu niðurstöður sem fjallað var um á ráðstefnu Alþjóða Orkuráðsins (WEC) sem haldin var í Suður Kóreu í október síðastliðnum.

Lesa meira

18.12.2013 : Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellsýslu vinnur landsmót í olíuleit fyrir framhaldsskólanema

Aðalkeppnin í olíuleitinni á Íslandi fór fram í nóvember. Að þessu sinni voru sex lið sem tóku þátt frá Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellsýslu og fjögur lið frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum en Orkustofnun hefur verið styrktaraðili mótsins.

Lesa meira

13.12.2013 : Engin ummerki um jarðgas eða jarðolíu á Skjálfandaflóa

Orkustofnun hefur fengið niðurstöður úr greiningum á kjarnasýnum úr Skjálfandaflóa sem gerðar voru á rannsóknarstofu í Noregi. Niðurstöðurnar voru skýrar, engin ummerki um jarðgas eða jarðolíu greindust í sýnunum. Lesa meira

6.12.2013 : Landsneti veitt leyfi til að reisa og reka flutningsvirki

Orkustofnun veitti Landsneti í gær leyfi til að reisa og reka flutningsvirkið Suðurnesjalínu 2. Um er að ræða 220 kV háspennulínu frá tengivirki við Hamranes í Hafnarfirði um Voga, Reykjanesbæ og Grindavíkurbæ að tengivirki við Rauðamel, um 5 km norðan við Svartsengi. Lesa meira

4.12.2013 : Ungverjar sækja í þekkingarbrunn Íslendinga á sviði jarðhita

Ungverjum er boðið að sækja sér menntun á Íslandi til eflingar á þekkingu og almannavitund á sviði endurnýjanlegrar orku. Lesa meira

3.12.2013 : Vefur Orkustofnunar í hópi 8 bestu ríkisvefja

Vefur Orkustofnunar var í hópi átta bestu ríkisvefja en niðurstaða úttektar um bestu opinberu vefina var kynnt á degi upplýsingatækninnar.

Lesa meira

3.12.2013 : Niðurstaða úrskurðarnefndar raforkumála í máli Samáls gegn Orkustofnun

Orkustofnun hefur borist niðurstaða úrskurðarnefndar raforkumála í máli Samtaka álframleiðanda, Samáls, gegn Orkustofnun, nr. 3/2012. Er hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir Orkustofnun að taka nýja ákvörðun. Úrskurðinn má í heild sinni finna hér.

2.12.2013 : Utanríkisráðherra setur orkuáætlun í Búdapest í dag

Utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, telur opnun orkuáætlunar Þróunarsjóðs EFTA í dag marka straumhvörf í auknu samstarfi Íslands og Ungverjalands á sviði jarðhita næstu árin. Í fylgd ráðherra er um 20 manna íslensk sendinefnd til að koma á samstarfi ríkjanna.

Lesa meira