Fréttir


Fréttir: júlí 2013

Fyrirsagnalisti

30.7.2013 : Nýr forstöðumaður Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Staða forstöðumanns Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna var auglýst laus til umsóknar 13. febrúar síðastliðinn og umsóknarfrestur rann út þann 11. mars. Alls bárust sex umsóknir um stöðu forstöðumanns og var Lúðvík S. Georgsson verkfræðingur ráðinn til starfsins. Lesa meira

12.7.2013 : Rannsóknarleyfi veitt til jarðhitaleitar í landi Reykja

Orkustofnun veitir RARIK leyfi til rannsókna á jarðhita í landi Reykja í Húnavatnshreppi.
Lesa meira

9.7.2013 : Fimmtán styrkir úr Orkusjóði

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur staðfest tillögur Orkuráðs um styrki úr Orkusjóði til rannsóknar- og kynningarverkefna fyrir árið 2013. Styrkirnir eru veittir verkefnum sem beinast að nýtingu innlendra orkugjafa og hagkvæmri orkunotkun.

 

Veittir eru 15 styrkir að upphæð samtals 25,7 milljónir króna. Alls bárust 46 umsóknir um samtals 120,3 m.kr. og voru í þeim hópi ýmis áhugaverð og mikilsverð verkefni sem ekki var unnt að styrkja að þessu sinni.

Lesa meira

2.7.2013 : Raforkutölfræði birt á vefnum

Tölfræði um raforkuvinnslu og nýtingu síðustu ára er nú birt á aðgengilegan hátt á vefsíðu Orkustofnunar. Lesa meira