Fréttir


Fréttir: mars 2013

Fyrirsagnalisti

25.3.2013 : Velkomin á ársfund Orkustofnunar 2013

Föstudaginn 12. apríl, kl. 14:00-17:00 í fundarsal Nauthóls við Nauthólsveg. Olíuleitin verður í brennidepli á fundinum í ár enda mikill undirbúningur vegna útboðs og leyfisveitinga á Drekasvæðinu átt sér stað á árinu 2012. Gestafyrirlesarar koma frá norsku olíueftirlitsstofnuninni og munu þeir fjalla um öryggismál við olíurannsóknir og -vinnslu.

Lesa meira

18.3.2013 : Orkustofnun veitir Stolt Sea Farm Holdings Iceland nýtingarleyfi á jarðsjó í landi HS Orku

Orkustofnun hefur veitt Stolt Sea Farm Holdings Iceland nýtingarleyfi á jarðsjó úr borholum sem staðsettar eru við fyrirhugaða fiskeldisstöð félagsins í landi HS Orku hf.

Lesa meira

15.3.2013 : Forstöðumaður Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna heiðraður á alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu í Hörpu

IMG_6822

Forstöðumaður Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, Dr. Ingvar Birgir Friðleifsson, var heiðraður á jarðhitaráðstefnu í Hörpu þann 7. mars síðastliðinn

Lesa meira

14.3.2013 : Sex sóttu um stöðu forstöðumanns

Alls bárust sex umsóknir um stöðu forstöðumanns Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna en umsóknarfrestur rann út þann 11. mars. Staðan var auglýst þann 13. febrúar síðastliðinn.
Lesa meira

11.3.2013 : Orkustofnun veitir Vegagerðinni leyfi til breytinga á vatnsfarvegi Aurár í Skaftárhreppi

Vegagerðin hyggst komandi sumar byggja nýja brú yfir Aurá í Fljótshverfi, sem staðsett mun verða rétt austan við núverandi brú, sem er einbreið. Áður en framkvæmdir hefjast þarf að breyta farvegi árinnar og að framkvæmdum loknum að beina ánni undir brúna. Lesa meira

11.3.2013 : Leyfi hér og leyfi þar

Það vefst fyrir mörgum hvaða opinberu leyfi þeir þurfi og hvað þau innifela hvert um sig. Í byrjun árs 2012 tók Orkustofnun við valdi til leyfisveitinga skv. raforkulögum, auðlindalögum og lögum um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins. Síðla árs 2011 hafði stofnuninni verið falið sama vald skv. vatnalögum. Lesa meira

4.3.2013 : Landsmenn nota minna eldsneyti

Innanlandsnotkun á olíu fór niður fyrir 500 þúsund tonn árið 2011 í fyrsta sinn síðan 1987. Hér skiptir mestu máli minni eldsneytisnotkun í sjávarútvegi en eldsneytisnotkun bifreiða og tækja hefur einnig dregist saman eftir hrun og heldur sú þróun áfram. Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir árið 2012 heldur samdráttur í innanlandsnotkun áfram, þó heldur hafi dregið úr honum. Lesa meira