Fréttir


Fréttir: janúar 2013

Fyrirsagnalisti

23.1.2013 : Orkustofnun veitir Íslenskri Matorku nýtingarleyfi á jarðhita

Orkustofnun veitir Íslenskri Matorku nýtingarleyfi á jarðhita í Baðsheiði, Rangárþingi ytra. Leyfið er veitt á grundvelli laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu og felur í sér nýtingu á jarðhita á ársgrundvelli 9,5 x 108 l eða 30 l/s að jafnaði með afltoppum upp á allt að 50 l/s af 52°C heitu vatni til þarfa hitaveitu og fiskeldis úr borholum í Baðsheiði.

Lesa meira

18.1.2013 : Framtíð norrænna orkukerfa

Orkustofnun og Norrænar orkurannsóknir halda ráðstefnu í tengslum við útgáfu skýrslu alþjóðlegu orkustofnunarinnar (IEA) um framtíð norrænna orkukerfa.

Lesa meira

18.1.2013 : Fjarkönnun háhitasvæða - Endurbætur á innrauðum hitaskanna og fyrstu mæliniðurstöður.

Fyrsta miðvikudagserindi ársins 2013 verður haldið næsta miðvikudag þann 23. janúar. Erindið fjallar um endurbætur á innrauðum hitaskanna og sýndar verða fyrstu niðurstöður tilraunamælinga á jarðhitasvæðunum á Reykjanesi og Þeistareykjum. Lesa meira

15.1.2013 : Málstofa um orkuvöktun, virkjun umhverfisorku og möguleika sem bjóðast með orkugeymslu

Síðastliðið ár hafa staðið yfir mælingar á orkunotkun heimila í Vestmannaeyjum, Finnlandi og Skotlandi með það að markmiði að athuga áhrif mismunandi upplýsinga á orkunotkun þátttakenda. Á málstofunni sem haldin verður næsta fimmtudag klukkan 13:00-15:20 verður fjallað um þessi verkefni sem eru hluti af fjölþjóðlega verkefninu OCTES.
Lesa meira

4.1.2013 : Orkustofnun gefur út sín fyrstu leyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu

undirskrift-3Orkustofnun hefur í dag, að viðstöddum olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe og Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, gefið út tvö sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíu og gass) á Drekasvæðinu.

Lesa meira

2.1.2013 : Blaðamannafundur vegna leyfisveitinga á Drekasvæðinu

Orkustofnun gefur út tvö sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu næsta föstudag. Um er að ræða leyfisveitingar, til annars vegar Faroe Petroleum Norge AS, útibús á Íslandi, og Íslensks Kolvetnis ehf. og hins vegar Valiant Petroleum ehf. og Kolvetnis ehf.

Lesa meira