Fréttir


Fréttir: 2013

Fyrirsagnalisti

20.12.2013 : Orkustofnun veitir Landsvirkjun leyfi til breytingar á vatnsfarvegi

Orkustofnun hefur í dag veitt Landsvirkjun leyfi til breytingar á vatnsfarvegi Lagarfljóts og Jöklu við ós Héraðsflóa í Fljótsdalshéraði

 

Lesa meira

19.12.2013 : Jólaerindi Orkumálastjóra

Orkumálastjóri, Guðni A. Jóhannesson, hélt árlegt jólaerindi sitt í dag þar sem orkumál heimsins var umfjöllunarefnið. Fór hann yfir helstu niðurstöður sem fjallað var um á ráðstefnu Alþjóða Orkuráðsins (WEC) sem haldin var í Suður Kóreu í október síðastliðnum.

Lesa meira

18.12.2013 : Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellsýslu vinnur landsmót í olíuleit fyrir framhaldsskólanema

Aðalkeppnin í olíuleitinni á Íslandi fór fram í nóvember. Að þessu sinni voru sex lið sem tóku þátt frá Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellsýslu og fjögur lið frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum en Orkustofnun hefur verið styrktaraðili mótsins.

Lesa meira

13.12.2013 : Engin ummerki um jarðgas eða jarðolíu á Skjálfandaflóa

Orkustofnun hefur fengið niðurstöður úr greiningum á kjarnasýnum úr Skjálfandaflóa sem gerðar voru á rannsóknarstofu í Noregi. Niðurstöðurnar voru skýrar, engin ummerki um jarðgas eða jarðolíu greindust í sýnunum. Lesa meira

6.12.2013 : Landsneti veitt leyfi til að reisa og reka flutningsvirki

Orkustofnun veitti Landsneti í gær leyfi til að reisa og reka flutningsvirkið Suðurnesjalínu 2. Um er að ræða 220 kV háspennulínu frá tengivirki við Hamranes í Hafnarfirði um Voga, Reykjanesbæ og Grindavíkurbæ að tengivirki við Rauðamel, um 5 km norðan við Svartsengi. Lesa meira

4.12.2013 : Ungverjar sækja í þekkingarbrunn Íslendinga á sviði jarðhita

Ungverjum er boðið að sækja sér menntun á Íslandi til eflingar á þekkingu og almannavitund á sviði endurnýjanlegrar orku. Lesa meira

3.12.2013 : Vefur Orkustofnunar í hópi 8 bestu ríkisvefja

Vefur Orkustofnunar var í hópi átta bestu ríkisvefja en niðurstaða úttektar um bestu opinberu vefina var kynnt á degi upplýsingatækninnar.

Lesa meira

3.12.2013 : Niðurstaða úrskurðarnefndar raforkumála í máli Samáls gegn Orkustofnun

Orkustofnun hefur borist niðurstaða úrskurðarnefndar raforkumála í máli Samtaka álframleiðanda, Samáls, gegn Orkustofnun, nr. 3/2012. Er hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir Orkustofnun að taka nýja ákvörðun. Úrskurðinn má í heild sinni finna hér.

2.12.2013 : Utanríkisráðherra setur orkuáætlun í Búdapest í dag

Utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, telur opnun orkuáætlunar Þróunarsjóðs EFTA í dag marka straumhvörf í auknu samstarfi Íslands og Ungverjalands á sviði jarðhita næstu árin. Í fylgd ráðherra er um 20 manna íslensk sendinefnd til að koma á samstarfi ríkjanna.

Lesa meira

29.11.2013 : Vænta mikils af samstarfi um jarðhita- og vatnsaflsverkefni í Rúmeníu

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, telur að styrkveitingar Þróunarsjóðs EFTA í Rúmeníu verði til þess að efla samstarf við íslensk ráðgjafafyrirtæki á sviði jarðvarma og vatnsafls. Þetta kom fram í ræðu ráðherra í Búkarest í vikunni við formlega kynningu samstarfsins.

 

Lesa meira

27.11.2013 : Múlavirkjun áminnt fyrir brot á virkjunarleyfi

Orkustofnun hefur í dag veitt Múlavirkjun í Straumfjarðará, neðan Baulárvallavatns á Snæfellsnesi, aðvörun  fyrir brot á vatnshæðarskilyrðum í virkjunarleyfi fyrirtækisins.

Lesa meira

22.11.2013 : Norðmenn með í þriðja sérleyfinu

Norðmenn hafa ákveðið að Petoro, olíufélag norska ríkisins, verði þátttakandi að fjórðungs hlut í þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu.

Lesa meira

21.11.2013 : Sérfræðingur í hagfræði raforkumála

Orkustofnun auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings við eftirlit með framkvæmd raforkulaga. Lesa meira

21.11.2013 : Sérfræðingur í verkfræði raforkumála

Orkustofnun auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings við eftirlit með framkvæmd raforkulaga. Lesa meira

21.11.2013 : Jarðhitaskólanum veitt verðlaun í El Salvador

Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna voru veitt verðlaunin, Victor de Sola, þann 1. nóvember síðastliðinn. Lesa meira

13.11.2013 : Ferðastyrkir til Ungverjalands

Á vegum Þróunarsjóðs EFTA (EEA Grants) er nú hægt að fá ferðastyrk til Ungverjalands á opnun áætlunar á sviði endurnýjanlegrar orku þann 2. desember í Búdapest til að styrkja tvíhliða tengsl fyrirtækja og stofnana á Íslandi, í Noregi og Liechtenstein við ungversk fyrirtæki og stofnanir.

Lesa meira

12.11.2013 : Mótmæli Greenpeace á olíuráðstefnu í Osló

Erindi orkumálastjóra var truflað af mótmælendum frá Greenpeace þegar hann var að hefja erindi sitt um olíuleit á Drekasvæðinu á olíuráðstefnunni Arctic Oil & Gas Forum í Osló í morgun.

Lesa meira

8.11.2013 : Lagt til að sektarákvæðum vegna laga um endurnýjanlegt eldsneyti verði frestað um eitt ár

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggur til að sektarákvæðum laga nr. 40/2013, um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum, verði frestað um eitt ár.

Lesa meira

25.10.2013 : Raforkuspá 2013-2050

Raforkuhópur Orkuspárnefndar hefur farið yfir forsendur síðustu raforkuspár, frá 2010, út frá nýjum gögnum sem borist hafa frá því spáin kom út.

Lesa meira

23.10.2013 : Hvað kostar kWh?

Orkusetur hefur opnað einfalda reiknivél á netinu sem er hönnuð með það fyrir augum að hjálpa almenningi að átta sig á samsetningu raforkuverðs. Lesa meira

23.10.2013 : Alþjóðlegt orkuþing í Suður Kóreu

Alþjóða Orkuráðið (World Energy Council) hélt 22. heimsþing sitt um orkumál í Suður Kóreu í síðustu viku. Lesa meira

16.10.2013 : Aðild norska ríkisins að nýju leyfi Orkustofnunar til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu

Orkustofnun hefur í dag sent ríkisstjórn Noregs drög að leyfi kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC International Ltd (skráðs félags á Íslandi) og Eykon Energy ehf. og óskað eftir formlegri afstöðu norska ríkisins til þátttöku í leyfinu. Norska ríkinu stendur til boða 25% þátttaka í umræddu leyfi á svæði sem er 6.227 ferkílómetrar að stærð. Norðmenn hafa 30 daga til þess að svara erindinu.

Lesa meira

16.10.2013 : Auglýsing frá Orkustofnun vegna Rammaáætlunar

Verkefnisstjórn verndar- og orkunýtingaráætlunar (Rammaáætlunar) fjallar um virkjunarkosti og þau landsvæði sem viðkomandi virkjunarkostir hafa áhrif á að hennar mati. Samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga um verndar og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011, leggur Orkustofnun til þá virkjunarkosti sem verkefnisstjórnin fjallar um. Rammaáætlun tekur til landsvæða og virkjunarkosta sem verkefnisstjórn fjallar um og hafa uppsett rafafl 10 MW eða meira eða uppsett varmaafl 50 MW eða meira. Lesa meira

15.10.2013 : Vel heppnuð sýnataka af hafsbotni á Skjálfandaflóa

Orkustofnun stóð nýverið að söfnun kjarnasýna á Skjálfanda í leit að ummerkjum um jarðgas.

Lesa meira

7.10.2013 : Landsneti veitt leyfi til að reisa og reka flutningsvirki

Orkustofnun veitti Landsneti þann 20. september síðastliðinn, leyfi til að reisa og reka nýtt raforkuflutningsvirki á Klafastöðum við Grundartanga. Leyfið tekur til nýs raforkuflutningsvirkis við Grundartanga, týristorstýrðs launaflsvirkis ásamt einum 220 kV rofareit og aflspenni. Lesa meira

1.10.2013 : Auglýsing frá Orkustofnun

Verkefnisstjórn verndar- og orkunýtingaráætlunar (Rammaáætlunar) fjallar um virkjunarkosti og þau landsvæði sem viðkomandi virkjunarkostir hafa áhrif á að hennar mati. Samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga um verndar og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011, leggur Orkustofnun til þá virkjunarkosti sem verkefnisstjórnin fjallar um. Rammaáætlun tekur til landsvæða og virkjunarkosta sem verkefnisstjórn fjallar um og hafa uppsett rafafl 10 MW eða meira eða uppsett varmaafl 50 MW eða meira. Lesa meira

26.9.2013 : Fyrirlestrar nemenda Jarðhitaskólans

Árlegir fyrirlestrar nemenda Jarðhitaskólans um verkefni sín verða haldnir þann 30. september í Víðgelmi, fyrirlestrarsal Orkugarðs.

Lesa meira

25.9.2013 : Utanríkisráðherra heimsækir Orkustofnun

Utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, heimsótti Orkustofnun og Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna föstudaginn 20. september.

 

Lesa meira

24.9.2013 : Málþing um varðveislu landfræðilegra gagna haldið hjá Orkustofnun

Í dag var haldið fjölsótt málþing á vegum LÍSU samtakanna í samstarfi við Orkustofnun. 

Lesa meira

18.9.2013 : Vistvænt eldsneyti

Á fjölsóttum kynningarfundi um vistvænt eldsneyti kom fram að bæði framleiðendur og seljendur þurfa eftir lagabreytinguna að skila viðbótargögnum til Orkustofnunar. Á fundinum var farið yfir þær leiðir sem eru í boði varðandi gagnskil, hvernig útreikningum er háttað og flokkun.

Lesa meira

12.9.2013 : Kynningarfundir um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi

Kynningarfundirnir verða haldnir þann 17. september kl. 10:00-12:00 í húsakynnum Orkustofnunar og á Akureyri þann 18. september klukkan 14:00-16:00.

Lesa meira

11.9.2013 : Landsneti veitt leyfi til að reisa og reka raforkuflutningsvirki á Ísafirði

Orkustofnun veitti Landsneti leyfi þann 15. ágúst síðastliðinn, til að reisa og reka raforkuflutningsvirki á Tunguskeiði á Ísafirði. Lesa meira

11.9.2013 : Landsneti veitt leyfi til að reisa og reka raforkuflutningsvirki á Reyðarfirði

Orkustofnun veitti Landsneti leyfi, þann 15. ágúst síðastliðinn, til að reisa og reka raforkuflutningsvirki á Stuðlum á Reyðarfirði. Lesa meira

6.9.2013 : Sérfræðingur við Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Orkustofnun óskar að ráða sérfræðing í jarðvísindum við Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Lesa meira

28.8.2013 : Skýrsla um rannsóknir á Drekasvæðinu

Orkustofnun gefur út skýrslu á ensku um niðurstöður rannsókna á setkjörnum frá Drekasvæðinu.

Lesa meira

22.8.2013 : Styrkir til orkuskipta í skipum

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra afhenti í gær styrki til verkefna á sviði orkuskipta í skipum.

Lesa meira

13.8.2013 : Landsneti veitt leyfi til að styrkja flutningsvirki á Höfn í Hornafirði

Orkustofnun veitti Landsneti leyfi, þann 12. júlí síðastliðinn, til að reisa nýtt flutningsvirki á Höfn í Hornafirði.

Lesa meira

13.8.2013 : Landsneti veitt leyfi til að reisa og reka flutningsvirki í Bolungarvík

Orkustofnun veitti Landsneti leyfi til að reisa og reka flutningsvirki í Bolungarvík þann 1. ágúst síðastliðinn. Landsnet áformar að byggja varaaflsstöð sem tengist flutningskerfinu í Bolungarvík.

Lesa meira

9.8.2013 : Framleiðsla raforku úr vindorku meiri en framleiðsla raforku úr eldsneyti framan af ári 2013.

Framleiðsla raforku með vindorku er nú meiri en framleiðsla raforku úr eldsneyti samkvæmt framleiðslutölum, og skreið vindurinn fram úr eldsneytinu þegar í marsmánuði.  

Lesa meira

30.7.2013 : Nýr forstöðumaður Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Staða forstöðumanns Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna var auglýst laus til umsóknar 13. febrúar síðastliðinn og umsóknarfrestur rann út þann 11. mars. Alls bárust sex umsóknir um stöðu forstöðumanns og var Lúðvík S. Georgsson verkfræðingur ráðinn til starfsins. Lesa meira

12.7.2013 : Rannsóknarleyfi veitt til jarðhitaleitar í landi Reykja

Orkustofnun veitir RARIK leyfi til rannsókna á jarðhita í landi Reykja í Húnavatnshreppi.
Lesa meira

9.7.2013 : Fimmtán styrkir úr Orkusjóði

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur staðfest tillögur Orkuráðs um styrki úr Orkusjóði til rannsóknar- og kynningarverkefna fyrir árið 2013. Styrkirnir eru veittir verkefnum sem beinast að nýtingu innlendra orkugjafa og hagkvæmri orkunotkun.

 

Veittir eru 15 styrkir að upphæð samtals 25,7 milljónir króna. Alls bárust 46 umsóknir um samtals 120,3 m.kr. og voru í þeim hópi ýmis áhugaverð og mikilsverð verkefni sem ekki var unnt að styrkja að þessu sinni.

Lesa meira

2.7.2013 : Raforkutölfræði birt á vefnum

Tölfræði um raforkuvinnslu og nýtingu síðustu ára er nú birt á aðgengilegan hátt á vefsíðu Orkustofnunar. Lesa meira

24.6.2013 : HS Orku veitt nýtingarleyfi á grunnvatni og jarðsjó

Orkustofnun veitir HS Orku nýtingarleyfi á grunnvatni í landi Staðar í Grindavíkurbæ og jarðsjó í landi HS Orku við Vitabraut í Reykjanesbæ. 

Lesa meira

21.6.2013 : Rannsóknarleyfi veitt vegna áætlunar um virkjun í Skjálfandafljóti

Orkustofnun veitir Landsvirkjun og Hrafnabjargavirkjun hf. rannsóknarleyfi vegna áætlunar um virkjun á efri hluta vatnasviðs Skjálfandafljóts í Þingeyjarsveit. Lesa meira

20.6.2013 : Verne Holdings veitt leyfi til stækkunar varaaflsstöðvar

Orkustofnun veitir Verne Holdings ehf. leyfi til stækkunar varaaflsstöðvar á Ásbrú í Reykjanesbæ úr 4 MW í 8 MW. Lesa meira

19.6.2013 : Rætur jarðhitans rannsakaðar

Vísindasamfélagið, orkufyrirtæki og Orkustofnun hafa gert með sér samkomulag um að verja um 100 milljónum króna til rannsókna á samspili vatns og kviku í rótum eldfjalla. Hvernig þetta samspil er og hvernig varminn berst úr kvikunni í jarðhitakerfin er lykill að dýpri skilningi á skynsamlegri nýtingu jarðhitans.

Lesa meira

14.6.2013 : Virkjunarleyfi Hellisheiðarvirkjunar og sjálfbærni

Orkustofnun sendir þingmönnum minnisblað um virkjunarleyfi Hellisheiðarvirkjunar og sjálfbærni í framhaldi af fundi stofnunarinnar með umhverfis og samgöngunefnd og atvinnuveganefnd Alþingis.

Lesa meira

10.6.2013 : Styrkir til bættrar einangrunar 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í samvinnu við Orkusetur hefur ákveðið að styrkja húseigendur sem ráðast vilja í endurbætur á einangrun húsnæðis.

Lesa meira

10.6.2013 : Kortasafn Orkustofnunar aðgengilegt á netinu

Orkustofnun hefur sett upp kortaleit á vefsíðu stofnunarinnar þar sem mögulegt er að leita að upplýsingum um þau kort sem stofnunin hefur unnið og staðið að útáfu á í gegnum tíðina. Lesa meira

7.6.2013 : Boranir og borholur á Hengilsvæðinu

Næsta miðvikudagserindi verður haldið þann 12. júní, klukkan 12:00. Björn Már Sveinbjörnsson kynnir verkefnið sem fjallar um greiningu á gangi borana í 60 vinnsluholum og 17 niðurdælingarholum á Hengilssvæðinu.

Lesa meira

5.6.2013 : Kínverskt olíufélag samþykkir aðild að umsókn Eykon

Kínverska olíufélagið CNOOC International Ltd samþykkir aðild að umsókn Eykon ehf. um sérleyfi á Drekasvæðinu Lesa meira

31.5.2013 : Orkustofnun tekur saman upplýsingar um sölu upprunaábyrgða

Íslensk raforkufyrirtæki geta selt upprunaábyrgðir til evrópskra fyrirtækja. Upplýsingar um upprunaábyrgðir koma fram á rafmagnsreikningum íslenskra neytenda einu sinni á ári.

Lesa meira

29.5.2013 : Fyrirlestrar nemenda Jarðhitaskólans um stöðu jarðhitamála í heimalöndum þeirra

Árlegir fyrirlestrar nemenda Jarðhitaskólans um stöðu jarðhitamála í heimalöndum þeirra verða haldnir á morgun, fimmtudaginn 30. maí í Víðgelmi, fyrirlestrarsal Orkugarðs. Lesa meira

28.5.2013 : Árlegur fundur um stöðu olíuleitar í norðvestur Evrópu

Orkustofnun heldur árlegan fund um stöðu olíuleitar í norðvestur Evrópu á Akureyri 28.-29. maí.

Lesa meira

17.5.2013 : Jarðhitaskólinn og HR skrifa undir samning um meistaranám

Forstöðumaður Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, Orkumálastjóri og rektor Háskólans í Reykjavík skrifuðu í dag undir samning  milli Háskólans í Reykjavík um meistaranám útskrifaðra nemenda Jarðhitaskólans við Háskólann í Reykjavík.

Lesa meira

8.5.2013 : Sérfræðingur á sviði gagnagrunna

Orkustofnun auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á sviði gagnagrunna

Lesa meira

3.5.2013 : Þriðja leyfisveitingin í farvatninu á Drekasvæðinu

Áfanga náð í úrvinnslu á umsókn Eykon Energy um sérleyfi á Drekasvæðinu.

Lesa meira

23.4.2013 : Evrópuþingið hafnar tillögu um endurbættar losunarheimildir ETS

The European Renewable Energy Council (EREC) gagnrýndi fyrir helgi ákvörðun Evrópuþingsins um að hafna tillögu um endurbættar losunarheimildir ETS.

Lesa meira

19.4.2013 : Meistarafyrirlestur í Jarðvísindadeild - Sigríður Magnúsdóttir - 22. apríl kl 14:00 í stofu 132 í Öskju

Sigríður Magnúsdóttir meistaranemi í jarðeðlisfræði, flytur lokafyrirlestur um MS-verkefni sitt mánudaginn 22. apríl í stofu 132 í Öskju.

Lesa meira

19.4.2013 : Reiknivélar Orkuseturs vekja athygli í Evrópu

Á vefsíðunni New Europe er greint frá orkusparnarðarverkefni Orkuseturs undir yfirskriftinni “Icelandic excellence in web energy efficiency calculators”.

Lesa meira

15.4.2013 : Ársfundur Orkustofnunar 2013 

Ársfundur Orkustofnunar var haldinn síðasta föstudag í fundarsal Nauthóls við Nauthólsveg. Ársskýrslu stofnunarinnar var dreift á fundinum ásamt Orkutölum.

Lesa meira

4.4.2013 : Raforkunotkun ársins 2012

Raforkuvinnsla á landinu eykst um tvö prósent frá fyrra ári og almenn notkun um tæp tvö prósent. Notkun stóriðju vex nokkuð og á það við um öll nema eitt stóriðjufyrirtækjanna en þar kemur líka inn að hjá einu fyrirtækjanna var ekki full nýting árið 2011 vegna rekstraróhapps.

Lesa meira

25.3.2013 : Velkomin á ársfund Orkustofnunar 2013

Föstudaginn 12. apríl, kl. 14:00-17:00 í fundarsal Nauthóls við Nauthólsveg. Olíuleitin verður í brennidepli á fundinum í ár enda mikill undirbúningur vegna útboðs og leyfisveitinga á Drekasvæðinu átt sér stað á árinu 2012. Gestafyrirlesarar koma frá norsku olíueftirlitsstofnuninni og munu þeir fjalla um öryggismál við olíurannsóknir og -vinnslu.

Lesa meira

18.3.2013 : Orkustofnun veitir Stolt Sea Farm Holdings Iceland nýtingarleyfi á jarðsjó í landi HS Orku

Orkustofnun hefur veitt Stolt Sea Farm Holdings Iceland nýtingarleyfi á jarðsjó úr borholum sem staðsettar eru við fyrirhugaða fiskeldisstöð félagsins í landi HS Orku hf.

Lesa meira

15.3.2013 : Forstöðumaður Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna heiðraður á alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu í Hörpu

IMG_6822

Forstöðumaður Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, Dr. Ingvar Birgir Friðleifsson, var heiðraður á jarðhitaráðstefnu í Hörpu þann 7. mars síðastliðinn

Lesa meira

14.3.2013 : Sex sóttu um stöðu forstöðumanns

Alls bárust sex umsóknir um stöðu forstöðumanns Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna en umsóknarfrestur rann út þann 11. mars. Staðan var auglýst þann 13. febrúar síðastliðinn.
Lesa meira

11.3.2013 : Orkustofnun veitir Vegagerðinni leyfi til breytinga á vatnsfarvegi Aurár í Skaftárhreppi

Vegagerðin hyggst komandi sumar byggja nýja brú yfir Aurá í Fljótshverfi, sem staðsett mun verða rétt austan við núverandi brú, sem er einbreið. Áður en framkvæmdir hefjast þarf að breyta farvegi árinnar og að framkvæmdum loknum að beina ánni undir brúna. Lesa meira

11.3.2013 : Leyfi hér og leyfi þar

Það vefst fyrir mörgum hvaða opinberu leyfi þeir þurfi og hvað þau innifela hvert um sig. Í byrjun árs 2012 tók Orkustofnun við valdi til leyfisveitinga skv. raforkulögum, auðlindalögum og lögum um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins. Síðla árs 2011 hafði stofnuninni verið falið sama vald skv. vatnalögum. Lesa meira

4.3.2013 : Landsmenn nota minna eldsneyti

Innanlandsnotkun á olíu fór niður fyrir 500 þúsund tonn árið 2011 í fyrsta sinn síðan 1987. Hér skiptir mestu máli minni eldsneytisnotkun í sjávarútvegi en eldsneytisnotkun bifreiða og tækja hefur einnig dregist saman eftir hrun og heldur sú þróun áfram. Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir árið 2012 heldur samdráttur í innanlandsnotkun áfram, þó heldur hafi dregið úr honum. Lesa meira

25.2.2013 : Varmageymir í bifreiðar til forhitunar fyrir ræsingu

Næsta miðvikudagserindi verður þann 27. febrúar klukkan 12:00. Í erindinu verður hönnunarferli varmageymis lýst ásamt stýribúnaði sem notaður er til að stjórna kælivatnsflæði. Til sýnis verða frumgerðir af þessum búnaði. Höfundar eru Halldór Pálsson og Rúnar Unnþórsson Lesa meira

19.2.2013 : Sérfræðingur/verkefnisstjóri við eftirlit með olíuleit og -vinnslu

Orkustofnun auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings/verkefnisstjóra við eftirlit með olíuleit og -vinnslu.

Lesa meira

15.2.2013 : Fyrsti doktorsnemi Jarðhitaskólans ver doktorsritgerð

Fyrsti doktorsnemninn sem Jarðhitaskólinn styrkir mun verja doktorsritgerð sína í dag klukkan 14:00 í Hátíðasal Háskóla Íslands. Doktorsvörnin er öllum opin.

Lesa meira

13.2.2013 : Forstöðumaður Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Orkustofnun auglýsir lausa til umsóknar stöðu forstöðumanns Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Hæfnisnefnd mun meta hæfni umsækjenda. Lesa meira

13.2.2013 : Orkusjóður auglýsir rannsóknarstyrki 2013

Við úthlutun styrkja verður meðal annars sérstök áhersla lögð á hagkvæma orkunýtingu og orkusparnað, innlenda orkugjafa, vistvænt eldsneyti og sparnað jarðefnaeldsneytis. Umsóknarfrestur er til 20.mars 2013.

Lesa meira

12.2.2013 : Áhugasamir gestir fjölmenntu á ráðstefnu um framtíð norrænna orkukerfa.

Hringbordsumraedur-Um 100 manns sóttu ráðstefnuna sem fjallaði um framtíð norrænna orkukerfa og var haldin í tilefni af útgáfu skýrslu alþjóðlegu orkustofnunarinnar (IEA). 

Lesa meira

11.2.2013 : Leyfisveitingar á Drekasvæði í Landgrunnsvefsjá

Gagnaþekja með upplýsingum um leyfissvæði sérleyfa til rannsókna og vinnslu á kolvetni á Drekasvæðinu hefur verið birt í Landgrunnsvefsjá Orkustofnunar. Í vefsjánni er nú hægt að fá yfirsýn yfir þau svæði sem leyfin ná til og staðsetningu helstu rannsóknargagna.

Lesa meira

11.2.2013 : Orkustofnun veitir Íslenskri vatnsorku ehf. rannsóknarleyfi vegna áætlunar um Búðartunguvirkjun í Hvítá í Árnessýslu

Þann 1. febrúar sl. veitti Orkustofnun Íslenskri vatnsorku ehf. rannsóknarleyfi vegna áætlana um Búðartunguvirkjun í Hvítá í Árnessýslu. Stefnt er að því að rannsaka hagkvæmni Búðartunguvirkjunar, vega og meta mismunandi útfærslu og meta umhverfisáhrif virkjunar sbr. meðfylgjandi rannsóknarleyfi og ásamt fylgigögnum.

Lesa meira

11.2.2013 : Orkustofnun gefur út rannsóknarleyfi vegna virkjunaráætlana á vatnasviði Farsins við Hagavatn

Þann 1. febrúar sl. veitti Orkustofnun Hagavatnsvirkjun ehf. rannsóknarleyfi á vatnasviði Farsins við Hagavatn. Leyfið er veitt á grundvelli laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu og felur í sér heimild til handa leyfishafa til að framkvæma mælingar og rannsóknir á viðkomandi svæði á leyfistímanum í samræmi við rannsóknaráætlun. Lesa meira

6.2.2013 : Vinnslusvæði hitaveitna. Tíðni forða- og efnaeftirlits.

Islandskort---vinnsluholur

Orkustofnun gefur út skýrsluna: Vinnslusvæði hitaveitna: Tíðni forða- og efnaeftirlits. Í skýrslunni er fjallað um vinnsluholur 53 hitaveitna sem standa undir yfir 80% af frumorkuvinnslu á lághita­svæðum landsins með 173 vinnsluholum og 9 hverum.

Lesa meira

6.2.2013 : Samanburður á orkukostnaði heimila á nokkrum stöðum

Byggðastofnun hefur fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað við raforkunotkun og húsahitun á sömu fasteigninni á nokkrum þéttbýlisstöðum á landinu á ársgrundvelli.

Lesa meira

5.2.2013 : Norrænt orkukerfi sem eykur ekki kolefnislosun er framtíðarmöguleiki

Orkustofnun og Norrænar orkurannsóknir halda ráðstefnu í tengslum við útgáfu skýrslu alþjóðlegu orkustofnunarinnar (IEA) um framtíð norrænna orkukerfa þann 12. febrúar frá klukkan 9:00-12:00 í fyrirlestarsal Orkustofnunar.


Lesa meira

4.2.2013 : Nýting útblástursgass frá Orkuveri HS Orku hf. í Svartsengi til þörungaræktunar  

Halldór G. Svavarsson mun fjalla um nýtingu útblástursgass frá Orkuveri HS Orku hf. í Svartsengi til þörungaræktunar næstkomandi miðvikudag þann 6. febrúar klukkan 12:00.

Lesa meira

1.2.2013 : Forstöðumaður Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Orkustofnun auglýsir lausa til umsóknar stöðu forstöðumanns Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Hæfnisnefnd mun meta hæfni umsækjenda.

Lesa meira

23.1.2013 : Orkustofnun veitir Íslenskri Matorku nýtingarleyfi á jarðhita

Orkustofnun veitir Íslenskri Matorku nýtingarleyfi á jarðhita í Baðsheiði, Rangárþingi ytra. Leyfið er veitt á grundvelli laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu og felur í sér nýtingu á jarðhita á ársgrundvelli 9,5 x 108 l eða 30 l/s að jafnaði með afltoppum upp á allt að 50 l/s af 52°C heitu vatni til þarfa hitaveitu og fiskeldis úr borholum í Baðsheiði.

Lesa meira

18.1.2013 : Framtíð norrænna orkukerfa

Orkustofnun og Norrænar orkurannsóknir halda ráðstefnu í tengslum við útgáfu skýrslu alþjóðlegu orkustofnunarinnar (IEA) um framtíð norrænna orkukerfa.

Lesa meira

18.1.2013 : Fjarkönnun háhitasvæða - Endurbætur á innrauðum hitaskanna og fyrstu mæliniðurstöður.

Fyrsta miðvikudagserindi ársins 2013 verður haldið næsta miðvikudag þann 23. janúar. Erindið fjallar um endurbætur á innrauðum hitaskanna og sýndar verða fyrstu niðurstöður tilraunamælinga á jarðhitasvæðunum á Reykjanesi og Þeistareykjum. Lesa meira

15.1.2013 : Málstofa um orkuvöktun, virkjun umhverfisorku og möguleika sem bjóðast með orkugeymslu

Síðastliðið ár hafa staðið yfir mælingar á orkunotkun heimila í Vestmannaeyjum, Finnlandi og Skotlandi með það að markmiði að athuga áhrif mismunandi upplýsinga á orkunotkun þátttakenda. Á málstofunni sem haldin verður næsta fimmtudag klukkan 13:00-15:20 verður fjallað um þessi verkefni sem eru hluti af fjölþjóðlega verkefninu OCTES.
Lesa meira

4.1.2013 : Orkustofnun gefur út sín fyrstu leyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu

undirskrift-3Orkustofnun hefur í dag, að viðstöddum olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe og Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, gefið út tvö sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíu og gass) á Drekasvæðinu.

Lesa meira

2.1.2013 : Blaðamannafundur vegna leyfisveitinga á Drekasvæðinu

Orkustofnun gefur út tvö sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu næsta föstudag. Um er að ræða leyfisveitingar, til annars vegar Faroe Petroleum Norge AS, útibús á Íslandi, og Íslensks Kolvetnis ehf. og hins vegar Valiant Petroleum ehf. og Kolvetnis ehf.

Lesa meira