Fréttir


Fréttir: desember 2012

Fyrirsagnalisti

21.12.2012 : Orkustofnun svarar beiðni Landsnets um breytingar á gjaldskrá

Orkustofnun barst erindi Landsnets þann 19. nóvember þar sem kynntar voru tillögur að hækkunum á gjaldskrá fyrirtækisins vegna flutnings á raforku. Orkustofnun telur að ekki liggi fyrir nægilegar upplýsingar til að heimila hækkun á gjaldskrá Landsnets vegna flutnings til almennra notenda á þessu stigi en gerir ekki athugasemdir við aðrar tillögur.

Lesa meira

21.12.2012 : Jólaerindi Orkumálastjóra

Orkumálastjóri fór yfir farinn veg í jólaerindi sínu þann 17. desember en nú eru 5 ár liðin frá því hann tók við starfi orkumálastjóra.  Meðal þess sem hann fjallaði um var þróun og skipulag stofnunarinnar síðustu ár.

Lesa meira

14.12.2012 : Jólaerindi Orkumálastjóra í Orkugarði

Orkumálastjóri mun flytja árlegt jólaerindi í Víðgelmi fyrirlestrarsal Orkugarðs næstkomandi mánudag klukkan 11:00.

Lesa meira

12.12.2012 : Orkustofnun veitir umsögn um frumvarp til stjórnarskipunarlaga um nýja stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.

Ný stjórnarskrá dregur skil milli eignarréttar til auðlinda í þjóðareign og eignarréttarheimilda sem landeigendur hafa til auðlindanýtingar. Þetta kemur fram í umsögn Orkustofnunar um frumvarp til stjórnarskipunarlaga um nýja stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.

Lesa meira

6.12.2012 : Bætt frumorkunýtni og samfélag til fyrirmyndar

Bætt frumorkunýtni og samfélag til fyrirmyndar eru heiti verkefna sem kynnt verða næsta miðvikudag þann 12. desember í Víðgelmi fyrirlestrarsal Orkustofnunar.

Lesa meira

3.12.2012 : Norska ríkisolíufélagið Petoro tekur þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu

Orkustofnun hefur nú lokið umfjöllun sinni um tvær umsóknir um sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíu og gass) á Drekasvæðinu. Með svari Norðmanna, sem barst Orkustofnun í dag, 3. desember, hefur verið ákveðið að Petoro, olíufélag norska ríkisins, verði þátttakandi í báðum leyfunum, að fjórðungs hlut í hvoru leyfi fyrir sig eins og samningur Íslands og Noregs gerir ráð fyrir.

Lesa meira