Fréttir


Fréttir: september 2012

Fyrirsagnalisti

26.9.2012 : Árlegir fyrirlestrar nemenda Jarðhitaskólans verða næsta föstudag

Nemendur Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna halda fyrirlestra næsta föstudag þann 28. september klukkan 09:00 í Víðgelmi, fyrirlestrarsal Orkugarðs.

Lesa meira

21.9.2012 : Svíar búa til App sem auðveldar neytendum val á ljósaperum

Sænska orkumálastofnunin hefur nú útbúið App sem auðveldar neytendum val á ljósaperum. Með Appinu er meðal annars hægt að fá upplýsingar um sparnað, lýsingu og orkunotkun. 

Lesa meira

20.9.2012 : Málþing um þróunarsamvinnu

Kenya_CDSC_2011Félag Sameinuðu þjóðanna stendur fyrir málþingi í samstarfi við Háskóla Sameinuðu þjóðanna föstudaginn 21. september, klukkan 15.00 í Öskju, Háskóla Íslands.

Lesa meira

20.9.2012 : Verkefni tengd Orkusparnaði bera árangur

grimsey-11506Orkusetur er þátttakandi í tveimur evrópuverkefnum á sviði orkunotkunar heimila, annars vegar Promise um möguleika heimila til orkusparnaðar og hinsvegar Octes þar sem áhersla er lögð á orkuvöktun til að auka meðvitund íbúa um orkunotkun.

Lesa meira

19.9.2012 : Möguleikar á metanvinnslu skoðaðir á Flótsdalshéraði

metan4Avinnumálanefnd sveitarfélagsins, Hitaveita Egilsstaða og Fella og Orkusetur láta nú vinna skýrslu um hagkvæmni þess að nýta heita vatnið í gerjunarstöð fyrir lífrænan úrgang en þar yrði framleitt bæði metan á bíla og áburður.  

 

Lesa meira

14.9.2012 : Vel heppnuð jarðhitaleit að Möðruvöllum í Kjós

borhola-kjos-isorFyrr á þessu ári veitti Orkusjóður, Kjósarhreppi, lán til jarðhitaleitar að Möðuvöllum í Kjós. 

Lesa meira

13.9.2012 : Orkusetur fjallar um sparperur og glóperur

imagesTilskipun Evrópusambandsins um að sparperur komi í stað gömlu glóperunnar hefur tekið gildi. Framkvæmdastjóri Orkuseturs, Sigurður Ingi Friðleifsson, sat fyrir svörum í spallþætti á Bylgjunni nú á dögunum.

Lesa meira

12.9.2012 : Raforkuverð borið saman með einfaldri reiknivél

Raforkusala er á samkeppnismarkaði og hefur Orkusetur sem rekið er af Orkustofnun nú opnað reiknivél á netinu sem auðveldar neytendum val á orkusöluaðila.

Lesa meira

11.9.2012 : Raforkuhópur Orkuspárnefndar gefur út raforkuspá

raforkuspa-vefmyndRaforkuhópur Orkuspárnefndar hefur farið yfir forsendur síðustu raforkuspár, frá 2010, út frá nýjum gögnum sem borist hafa frá því spáin kom út.

 

Lesa meira

10.9.2012 : Orkustofnun gefur út Orkumál

orkumal-7Blaðið byggir á tölulegum upplýsingum frá árinu 2011. Þar er stiklað á stóru í helstu verkefnum raforkueftirlits á árinu ásamt því að fjallað er um raforkuvinnslu, raforkunotkun, verðlag á rafmagni, gæði raforku og afhendingaröryggi, dreifiveitur og flutningskerfi.

Lesa meira

7.9.2012 : Meistarafyrirlestur – verkefni styrkt af Orkjusjóði 2012

Reynir Smári Atlason flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í umhverfis- og auðlindafræði frá Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands þann 11. september í VR-II stofu 158. Lesa meira

6.9.2012 : Orkustofnun tekur þátt í hitaveitudögum á Skagaströnd  

Hitaveitudagar á Skagaströnd voru haldnir dagana 31. ágúst og 1. september síðastliðinn, en til stendur að leggja hitaveitu þangað frá Blönduósi á næsta ári.

Lesa meira

6.9.2012 : Reiknilíkön og hönnun orkuvinnslukerfa - Norræn ráðstefna í Reykjavík

Orkustofnun í samstarfi við Scandinavian Simulation Society (SIMS) stendur fyrir ráðstefnu í Orkugarði dagana 4-6. október. forsida-sims


Lesa meira