Fréttir


Fréttir: júní 2012

Fyrirsagnalisti

29.6.2012 : Iðnaðarráðherra, Oddný G. Harðardóttir, kynnti niðurstöður útboðs á ráðstefnu um olíuvinnslu á norðurslóðum.

Í ræðu sinni á fundinum lagði hún mikla áherslu á að Ísland byggi tilveru sína nær alfarið á hreinleika hafsins og hreinni ímynd. Það væri ein helsta ástæðan fyrir því að íslensk stjórnvöld leggja ofuráherslu á að gera þurfi strangar öryggiskröfur til olíuborunar á heimskautasvæðinu.

Lesa meira

26.6.2012 : Orkusetur opnar samgönguvef

Á vefnum eru nýjar og uppfærðar reiknivélar sem aðstoða fólk við að minnka eldsneytisnotkun eða jafnvel skipta yfir í innlent og umhverfisvænna eldsneyti. Þar má finna upplýsingar um stöðu bílaflotans, olíunotkun og útblástur í samgöngum.

Lesa meira

21.6.2012 : Málþing um auðlindastefnu í Hörpu

Málþing um auðlindastefnu verður haldið í Hörpu föstudaginn 22. júni frá kl. 9 til 12.
Lesa meira

19.6.2012 : Opið samráðsferli um lagningu raflína í jörð

Á undanförnum árum hefur orkuframleiðsla á Íslandi aukist mjög og jafnframt gagnrýni á neikvæð umhverfisáhrif hennar.

Lesa meira

6.6.2012 : Orkustofnun veitir Íslenskri matorku ehf. rannsóknarleyfi á heitu og köldu vatni

Orkustofnun veitir Íslenskri matorku ehf. rannsóknarleyfi á heitu og köldu vatni á Keilisnesi í landi Flekkuvíkur og Kálfatjarnar á Vatnsleysuströnd, í sveitarfélaginu Vogum.

Lesa meira

5.6.2012 : Daily mail birtir grein um heimsókn breska orkumálaráðherrans til Íslands og mögulegt samstarf þjóðanna

Eftir vel heppnaða heimsókn orkumálaráðherrans birtist grein í Daily mail um samstarf Íslendinga og Breta í orkumálum. Í greininni segir frá því hvernig hægt væri að nýta jarðhita til að hita upp öll heimili Bretlands og að auki væri mögulegt að framleiða rafmagn sem myndi duga til að mæta fimmtungi raforkuþarfar landsins.

Lesa meira

5.6.2012 : Morgunverðarfundur um olíu á Drekasvæðinu í Arionbanka

Þórarinn Sveinn Arnarson, verkefnisstjóri olíuleitar hjá Orkustofnun mun flytja erindi á ráðstefnunni. Að auki munu flytja erindi fyrirlesarar frá Nordea Markets og norska fjármálaráðuneytinu.

Lesa meira

1.6.2012 : Viljayfirlýsing um samstarf Íslendinga og Breta í orkumálum undirrituð

Oddný G Harðardóttir, iðnaðarráðherra og Charles Hendry, orkumálaráðherra Bretlands undirrituðu nú á dögunum í Hellisheiðarvirkjun viljayfirlýsingu um aukið samstarf ríkjanna á sviði orkumála og er sérstök áhersla lögð á hagnýtingu endurnýjanlegra orkugjafa.

Lesa meira