Fréttir


Fréttir: apríl 2012

Fyrirsagnalisti

27.4.2012 : Orkustofnun, Rannís og  stjórnsýslustofnanir átta annarra Evrópulanda hljóta styrk að upphæð tæpum 2 milljónum evra

Orkustofnun, Rannís og  stjórnsýslustofnanir átta annarra Evrópulanda hljóta styrk að upphæð tæpum 2 milljónum evra úr 7. Rammaáætlun Evrópusambandsins í þágu jarðhitaþróunar í Evrópu. Orkustofnun sem fer með stjórn verkefnisins fær um 600.000 evrur til verkefnisins. 

 

Lesa meira

27.4.2012 : Uppgjöri tekjumarka Landsnets fyrir árin 2006-2010 er nú lokið

Orkustofnun hefur nú lokið við uppgjör tekjumarka Landsnets fyrir árin 2006-2010. Samkvæmt raforkulögum, nr. 65/2003, skal Orkustofnun setja flutningsfyrirtækinu tekjumörk, en tekjumörk eru þær hámarkstekjur sem fyrirtækinu er leyfilegt að innheimta með gjaldskrá sinni og eru í aðalatriðum ákveðin út frá rekstrarkostnaði, arðsemi og afskriftum. Lesa meira

26.4.2012 : Fundur um orkumál heimilanna

Orkusetur og Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands boða til fundar um orkumál heimila föstudaginn 27. apríl 2012, kl. 13-15:30 í Orkugarði, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík. Lesa meira

24.4.2012 : Eldsneytisspá 2012-2050

Eldsneytishópur Orkuspárnefndar hefur gefið út nýja eldsneytisspá sem nær allt til ársins 2050.

Lesa meira

23.4.2012 : Afstaða til útgáfu sérleyfa mun liggja fyrir í síðasta lagi í nóvember 2012

Orkustofnun vinnur að mati á umsóknum sem bárust í öðru útboði á Drekasvæðinu. Lesa meira

20.4.2012 : Framkvæmdir hefjast við nýja fiskeldisstöð við Reykjanesvirkjun

HS Orka útvegar fiskeldinu rafmagn og heitan hreinan sjó, sem nú rennur ónýttur til sjávar.

senegal_flura_003

Lesa meira

18.4.2012 : Fundur um orkumál heimila

Orkusetur og Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands boða til fundar um orkumál heimila föstudaginn 27. apríl 2012, kl. 13-15:30 í Orkugarði, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík.

Lesa meira

18.4.2012 : A Power Rush

Orkumálastjóri birti nýlega grein í Public Service Review þar sem fjallað er um þróun endurnýjanlegrar orku og hagvöxt á Íslandi

Lesa meira

2.4.2012 : Orkustofnun bárust þrjár umsóknir um sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu

Orkustofnun fer með leyfisveitingavald samkvæmt lögum nr.13/2001 um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis. Annað útboð vegna sérleyfa á Drekasvæðinu hófst þann 3. október 2011 og lauk í dag, 2. apríl. 


Eftirtalin fyrirtæki sóttu um sérleyfi:

·       Eykon, óskráð félag.

·       Faroe Petroleum og Íslenskt kolvetni ehf.

·       Valiant Petroleum og Kolvetni ehf.


Lesa meira

2.4.2012 : Ársfundur Orkustofnunar var haldinn í Hörpu síðastliðinn föstudag

Iðnaðarráðherra og GuðniIðnaðarráðherra, Oddný G. Harðardóttir og Orkumálastjóri, Guðni A. Jóhannesson fluttu ávarp í upphafi fundar. Áhugaverð erindi voru flutt af Starfsfólki Orkustofnunar og Bjarna Bjarnasyni forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. 

Lesa meira

2.4.2012 : Orkustofnun boðar til opins blaðamannafundar í dag, mánudaginn 2. apríl, klukkan 16:30  

Niðurstaða útboðs sérleyfa til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Dekasvæðinu verður kynnt

Lesa meira