Fréttir


Fréttir: október 2011

Fyrirsagnalisti

19.10.2011 : Ekki manngerðir skjálftar þó tímasetning sé af völdum manna

Orkustofnun ítrekar að stærstu jarðskjálftarnir sem fundist hafa í byggð í kjölfar niðurdælingar á affallsvatni frá Hellisheiðarvirkjun eru ekki manngerðir jarðskjálftar, ekkert frekar en að snjóflóð myndi teljast manngert þótt skíðamaður kæmi því af stað. Lesa meira

16.10.2011 : Niðurdæling affalsvatns við Hellisheiðarvirkjun eykur ekki líkur á því að stærri jarðskjálftar geti myndast á svæðinu

Niðurstaða Orkustofnunar eftir úttekt er að sérfræðingar á þessu sviði geta sagt með nokkru öryggi að niðurdæling auki ekki líkur á því að stærri jarðskjálftar en þeir sem verða án niðurdælingar geti myndast á svæðinu. Hins vegar gætu staðbundnar tilfærslur á spennum haft áhrif í þá átt að flýta stærri skjálftum sem eru í aðsigi.

Lesa meira

13.10.2011 : Orkustofnun hefur umsjón með úttekt á smáskjálftavirkni

Orkustofnun hefur að beiðni iðnaðarráðherra hafið úttekt á smáskjálftavirkni tengdri niðurdælingu á Hengilssvæðinu ásamt sérfræðingum frá Íslenskum Orkurannsóknum, Veðurstofu Íslands og Orkuveitu Reykjavíkur.

Lesa meira

5.10.2011 : Orkumálastjóri tók á móti Swedish Concrete Award, heiðursverðlaunum frá sænsku steinsteypusamtökunum fimmtudaginn 29. september

Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri tók á móti Swedish Concrete Award, heiðursverðlaunum frá sænsku steinsteypusamtökunum á Grand Hotel í Stokkhólmi, fimmtudaginn 29. september

Lesa meira

3.10.2011 : Annað útboð á sérleyfum til rannsóknar og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu hefst í dag

Í dag, þann 3.október, hefst annað útboð á sérleyfum til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu. Útboðið verður opið til og með 2. apríl 2012. Lesa meira